mánudagur, nóvember 22, 2004

Innlit/Útlit!

Ég var orðin leið á hinu lúkkinu, ákvað að lyfta mér á kreik og breyta aðeins til. Boredom settling in, yes.
Annar ótrúlega fallegur dagur, peysuveður, sól, ferskt loft, engin "smog" eða "sea-layer" eða "mist" kjaftæði til að trufla útsýni. Bara fjallasýn, eins langt og... eh, já... augað... eygir... ehem. Getur augað gert eitthvað annað en eygt? Getur það t.d. eldað? Eða hellt uppá kaffi? Think not! HELLINGUR af snjó í fjöllunum í nágrenninu... svakalega kúl! Kíkið á webcam frá Big Bear skíðasvæðinu!

Ég var víst ekki búin að segja frá tvöföldu trúlofunarveislunni (systkini að fara að giftast, ekki hvort öðru, sko!!) sem við fórum í hérna um helgina. Trúlofunarveislur eru víst hefðbundin og táknræn veisla þar sem vilji fjölskyldanna tveggja er yfirlýstur. Það eru allskonar hefðir og rútínur; venjulega er veislan haldin af fjölskyldu brúðarinnar, mjög óhefðbundið að systkini halda svona saman. Svo eru hefðbundnir trúlofunarkjólar tilvonandi brúðar yfirleitt ljósbláir eða ljósbleikir... hmm... Svo á einhverjum tímapunkti færir fjölskylda brúðarinnar fjölskyldu brúðgumans (eða öfugt!?) fullan kassa af konfekti, sem tákn um að gefa í burtu brúðinna/brúðgumann. Í kjölfarið fara fjölskyldur beggja upp á svið/hásætið þar sem brúðguminn og brúðurin sitja prúð, og allir gefa þeim skartgripi. Endalaust var hægt að hengja á þau! Auðvitað voru hálsmen og hringar algengust, því það er auðveldara að hengja það tvennt á fólk en endalausa eyrnalokka, átsj!! :-O Svo þegar skartgripaskiptin eru búin þá eiga allir að fara út á dansgólfið og hrista axlirnar. Þið sem hafið séð Bollywood myndir, þá dansar fólk nákvæmlega þannig!! Hristir og yptir öxlum og snýr höndunum í takt! Ég verð að segja að mér fannst þetta voðalega fyndið og afskaplega skemmtileg upplifun... :D Það er víst voðalega mikið mál að ALLIR fari að dansa... ég og Abdul sluppum þó við að fara og hrista axlir. Eitt sem er miður, og er víst partur af programmet, og það er að tónlistin er ALLTOF hátt stillt. Hún er það hátt stillt að manni er illt í eyrunum og getur ekkert talað við fólk! Why?! Ég kommentaði við frænku Abdul að tónlistin væri alltof há... hún bara brosti og sagði: "Já, ég veit! Þetta er bara alltaf svona, hahahah!!" Þið spyrjið: hvers vegna er ekki hægt að biðja gæjann með skemmtarann að lækka? Svar: vegna þess að þeir lækka þá bara í græjunni á meðan það lag stendur yfir, og hækka svo strax aftur! Sannað og reynt. En samt verð ég að segja að gæjinn var nokkuð góður, hann söng STANSLAUST í 4 klukkutíma! Ok, hann tók pásu í hálftíma meðan hann borðaði, og svo spilaði hann ekki á meðan magadansmærin var að dansa. OMG! HÚN VAR GEGGJUÐ!! Ég verð að segja að ég hef ALDREI séð jafn góðan dansara! Vó! Shake it like a Poloaroid picture!!
Allir voru svakalega fínir; ég þarf sko að kaupa mér nýjan kjól fyrir brúðkaupið...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home