miðvikudagur, október 06, 2004

Kalifornia-culture shock!

Jæja, ætla að skrifa bæði á ensku og íslensku núna...

See further down for english!

Það er hádegi, ég sit úti í sólinni á kampusnum í háskólanum hans Abdul. Kampusinn er á stærð við borg. Ég lenti fyrir sólarhring síðan og er búin að keyra á 9-akbrauta hraðbraut, villast, keyra ein, fara í íþróttamiðstöðina hér og æfa aðeins og upplifa hvernig stelpur hér haga sér í búningsklefum. Allt mjög athyglisvert. Það eru s.s. þykk og mikil sturtuhengi fyrir framan allar sturturnar... flestar stelpur taka með sér alklæðnað í sturturnar og s.s. klæða sig þar inni því ef það sæist í bert hold eða í þær á nærfötunum, þá væri voðinn vís! Ótrúleg útsjónarsemi sem fellst í því að sturta sig, klæða sig og snyrta sig, allt á svæði sem er minna en 1 fermetri og blautt þar í þokkabót! En ég ætla bara að halda mínu striki og vera "skrítna, evrópska stelpan" sem enginn þorir að tala við :) Líkamsræktarstöðin er rosa fín, mjög stór og gott loft, hrein osfrv.
Ég er byrjuð aðeins að keyra, og hef aðeins villst, þar sem ég hef ekkert kort, en það mun ráðast bót á því máli í dag, annars er mér að mæta!
Við vöknuðum kl. 6 í morgun, reyndar rétt fyrir 6... út að labba með herra hund, keyra í hálftíma í skólann, svo gymast, svo keyra og villast á leiðinni á siglingarnámskeiðið, sem var svo ekki í dag, heldur byrjar eftir viku!!! Svo er ég búin að tala við Kylu vinkonu (gott stuð í henni) og svo að tala við Pabba í Florida, hann voða spenntur að hafa dótturina í sama landi! Nú allavegana verður ódýrara að tala við hann, eiginlega barasta algjörlega ókeypis!
Svo er planið að fara í baddnaafmæli til San Fransisco um helgina, leggjum af stað á morgun. Verðum yfir helgina, kannski alveg til mánudags! If you're going to San Fransisco, make sure you wear some flowers in your hair.... Verð því að redda blómum fyrir morgundaginn! :)

It is now midday... I am sitting on the UC Irvine campus in the sunshine. Oh what a tough life! I went to the UCI gym today and found out that women here are VERY VERY private. They have individual showers, closed off from I dunno what (prying eyes???) and they do EVERYTHING in that little wet showerroom. Weird. So, I shall be the strange european girl who nobody dares speak to, 'cause I might jump on them or whatever. And with my very lesbo look, I guess they just don't want to risk it! :)
I am going on a sailing course in a week's time, it was supposed to start today but it got pushed back as too few people showed up. So, next week it is!
San Fransisco is on our agenda this weekend. Abdul's little cousin will turn 3 and we are going up there... others from his family who live here in OC are also going, so there'll be a lot of people! We will have a look at San Fran while we are up there :) Yey! I'll make sure to wear some flowers in my hair! :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home