þriðjudagur, nóvember 16, 2004

Jólaplön // Christmas plans

Jólin færast nær og nær. Enn yfir 20 stiga hiti í Californiu. Lítið sem minnir á jólin, fyrir utan skreytt pálmatré (?) og hreindýrafígúrur úr birkigreinum, skreytt með ljósum. Svo er bara jólasnjór heima. Hm. Ég veit samt, bara inní mér (jólagenið, sko) að það er kominn sá tími ársins sem maður fer að huga að jólagjafainnkaupum. Ég ætla mér að vera búin að kaupa ALLAR gjafir áður en ég kem heim. Nema viðkomandi gjöf fáist hreinlega ekki í USA eða sé óhóflega stór. Þannig að... ég ætla að vera skipulögð, búa til lista í Word og gera þetta eins og fullorðin, með fyrirfram ákveðinn fjárhag. Ég neyðist líka til að gera þetta þar sem ég var að heyra það í DAG að það líti ekki vel út með vinnu um jólin. GREAT. Gott líka að fá að vita þetta svona mánuði áður en ég kem heim Í JÓLAVINNUNA. Gefur mér svo rúman tíma að finna eitthvað annað sem borgar!! ARGH! Ég er ekkert fúl. Og by the way, það er ÓGEÐSLEGA mikið af GJÖRSAMLEGA hæfileikalausum stelpusöngvurum til hérna! Og það er endalaust verið að troða þeim uppá mann. Ég er bara alls ekki að láta þetta pirra mig.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Það er þó alla vega jákvætt að gjörsamlega vonlausu strákasöngvararnir skuli halda sig til hlés. Voru Beach Boys þeir síðustu. Þeir eru að koma til Íslands með hárkollur og hækjur og syngja og spila líklega fyrir fullu húsi.

biggi

9:10 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home