Kvöldverðarboð
Við buðum fólki í mat á föstudaginn. Buðum vinafólki okkar (pari), Suliman og Deborah. Parið ætlaði að koma. Var svo ekki visst. Hætti svo við. Hætti svo við að hætta. Í millitíðinni höfðum við boðið frænku strákanna, jafnaldra okkar. Hún hætti svo við. Við enduðum s.s. 6 að borða. Við höfðum hóað fólkinu saman svona milli hálf 7 og 7... ég bjóst við því kannski rúmlega 7. Kl. 8 var enginn kominn né enginn búinn að hringja. Great. Einkennileg hegðun. Svo rúmlega 8 kom fólkið. Ég verð að segja að sem betur fer var ég ekki með neinn viðkvæman mat sem hefði eyðilagst ef hann hefði þurft að standa!! Kannski er þetta bara viðtekin venja í Bandaríkjunum að mæta alltof-tískulega seint! En mér fannst þetta gremjulegt og ókurteisi. Og hananú. Kvöldið var samt skemmtilegt, þegar loksins allir komu.
2 Comments:
BarbieTec:
Þoli ekki svona pakk! Ég verð alltaf brjáluð ef svona er gert þegar ég bíð í mat. Þetta er bara dónaskapur og ekkert annað *snuff*. Spurning um að bjóða þeim um fimm leytið næst þá koma þau sjö :)
Bjögga lögga, þú ert nú ekki þekkt fyrir að mæta á réttum tíma með 2 tíma sturtunum sem þú ert vanalega í..... getur lítið sagt :PPPPPPPP
Nei grín, ég elska þig þrátt fyrir 2 tíma sturtur :)
Skrifa ummæli
<< Home