Há dú jú læk Æsland? // How do you like Iceland?
37 útlendingar af 9 þjóðernum sem hafa eytt töluverðum tíma á Íslandi eða samskiptum við Íslendinga sögðu álit sitt.
- Íslenskir karlmenn eru feimnir, ljúfir, þora ekki að reyna við íslenskar konur á börum og líklegast flengdir andlega heima við.
- Íslenskar konur eru duglegar við vinnu, barma sér ekki og eru ákveðnar.
- Nýr, íslenskur arkitektúr er yfir höfuð ljótur.
- Gríðarlegur kapítalismahugsunarháttur veldur því að Íslendingar vinna of mikið og njóta aldrei þeirra lífsgæða sem þeir eru að keppast við að öðlast.
- Við tökum fallegri og hreinni náttúru og náttúruauðlindum sem sjálfsögðum hlut, lærum ekki af reynslu annarra þjóða.
- Við kunnum ekki að markaðssetja landið, sem veldur að það er ekki enn á kafi í ferðamönnum, sem aftur er hluti af aðdráttarafli þess.
- Ef það væri aðeins meiri sól á Íslandi væri það besta land í heimi!
Ég verð nú bara að segja að ég er sammála öllu þessu! En þetta var óskaplega skemmtilegur þáttur.
Átti ljúfa helgi með spilastelpunum og nýjasta meðlim klúbbsins, henni Eyrúnu litlu Haraldsdóttur, 5 og 1/2 mánaða skvísu. Ekki leiðinlegra að hafa hana með! Hún er svo ljúf, litla rúsínan :) Það var spilað og spilað og borðað og talað og pottast :) mmm... frábært! Það vantaði Maríu og Sillu, því miður. En vonandi getum við endurtekið þetta síðar og komist allar! :D Færðin heim var svakaleg... það tók 3 klukkutíma frá því við lögðum af stað frá Úthlíð og þar til ég var komin inn hjá mér. Reyndar þurfti ég að dreifa stelpunum til sinna heima, en þetta tók gríðarlega langan tíma. Stundum var svo mikill skafrenningur og hríð að maður sá hvorki veginn né næstu vegastiku! Íííík! En þá var ekkert annað í myndinni en bara að syngja með Robbie Williams-disknum sem var í tækinu og slappa af :)
------------------------------------------------------------------------------
A fantastic documentary about how foreigners perceive Iceland and Icelanders was shown last night on telly. I totally agreed with most of the statements, apart from one or two. For those of you who didn't have the priviledge of seeing it, here's a brief synopsis:
37 foreigners of 9 different nationalities expressed their opinions about Iceland and Icelanders.
- Icelandic men are gentle, shy, afraid to make passes at Icelandic women in bars and most likely mentally whipped in their homes by their wives.
- Icelandic women are tough, hard-working, don't complain and are determined.
- New, icelandic architecture is, in general, ugly.
- A tremendous capitalist mentality results in a vicious cycle of working too hard to be able to acquire things and not being able to enjoy them because we work too hard.
- We take our clean nature and natural resources for granted and we don't learn from other nations' mistakes.
- We fail utterly in the marketing of Iceland, resulting in very few tourists visiting, which again is one of its main attractive qualities.
- If we had more sunshine, we'd be the best country in the world!
I have to say that I totally agree with most of it! It was such a great program. :)
I had a wonderful weekend with the girls from the boardgame club. It's newest member, Eyrún Haraldsdóttir 5 and half months old, was also with us and made the trip even more enjoyable. She is so sweet, the little cutie-pie. We played games, talked, dipped into the hot tub, ate good food and thoroughly enjoyed ourselves! Mmmm... excellent! We were, however, short of 2. Silla and María didn't make it this time. Shame. But hopefully we'll be able to repeat the experience at a later date, with all of the members!
Driving home was terrible! Sometimes the snowstorm and driftsnow was so thick I couldn't see the road or the roadside reflector sticks! It took us almost 3 hours to drive what should have been no more than an hour and half. So, the best thing to do in the situation was just to drive slowly, relax and sing along with the Robbie Williams CD we were playing :)
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home