fimmtudagur, janúar 27, 2005

Well well well...

Jæja, þá heyrði ég loksins í þeim hjá fyrirtækinu! Það vildi þannig til að hann var víst ekki að koma til Californiu þessa vikuna heldur næstu! Mrrrd! Hvað var þá málið?! Anyways, ég fékk email í dag þess eðlis að það verði haft samband við mig á mánudaginn og hist á þriðju- eða miðvikudag. Þannig að nú er ég alveg á fullu að halda áfram að undirbúa mig. Vissuði það að það er allt mun íhaldssamara hér heldur en heima?! Ég verð að vera þvílíkt uppstríluð (business formal heitir það víst) og má ekki vera með hangandi skartgripi, það tíðkast ekki að konur séu með veski eða handtöskur heldur bara skjalahaldara eða svoleiðis... eins gott að ég tók dragtina mína með! Ég er núna að fara í smá leiðangur með Hawa, frænku Abdul. Hún er jafngömul okkur og er algjör viðskiptagella, ólst upp í Þýskalandi og flutti hingað þegar hún kláraði háskólann þar. Þekkir því inn á bæði Evrópu og USA. Hún er meira en tilbúin til að hjálpa mér að finna "the appropriate attire" og segja mér do's og don'ts í svona umhverfi. Svo er það víst þannig að þegar maður er kominn með starfið, þá má maður aðeins slaka á í klæðaburði! Hjúkket, mar!

Jæja, verð að fara að finna mig til og halda áfram að undirbúa mig fyrir viðtalið.

PS. Takk, Svava mín, fyrir að bjóðast til að sjá um þetta mál fyrir mig, það var mjög fallega boðið! :)

1 Comments:

Blogger HawKie BawKie said...

Hæbb... þarna, bróðir þinn hérna...
Maður getur nú ekkert kommentað á þetta, bara það að ... já, mér finnst asnalegt að það þurfi að vera í einhverjum spes fötum, maður á bara að velja sér sjálfur hvernig maður lítur út, það vita flest allir að maður á að vera snyrtilegur í starfsviðtölum. Mætti halda að þetta sé að verða komma-veldi, allir að verða eins þarna.

6:58 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home