Jæja, svona standa málin!
Ég fékk email og símtal frá starfsmanna-directornum hjá fyrirtækinu. Þau eru að leita að einhverjum sem getur byrjað fyrr en eftir 90 daga... ok, fair enough. Ef þau finna einhvern sem uppfyllir skilyrðin, þá bara fine. En það er ekki búið að neita neinu. Svo er spurning hvort ég sé að fara að hitta í þessari viku, manneskju sem er frá Evrópu-teyminu. Það fer allt eftir hvort þau vilja halda áfram í mig eða hvað... en ég er eiginlega voða mikið búin að missa athyglina, sérstaklega þar sem ég er ekki ENN búin að fá formlega starfslýsingu með skýrum línum hvert ábyrgðarhlutverk stöðunnar er. Svo vantar mig líka launahópinn. Ég er allavegana ekki neitt að gera ráð fyrir þessu. Miðað við það sem ég hef heyrt hérna er þetta allt saman MJÖG óprofessional hegðun... mjög óvenjulegt. Venjulega er það nú þannig að þegar verið er að reyna að veiða starfsmenn, þá er nú aldeilis vandað til þess! Þannig að ég veit ekki hvort þessi hegðun hjá þeim sé smá innsýn í starfsmálin hjá þeim eða hvað?!
Anyways, ég er að byggja búr handa væntanlegum grísum... er að fara á þriðjudaginn að kíkja á tvær litlar stelpur sem heita Poo og Mini, eru báðar ungar. Mini er s.s. voða lítil, feimin og er víst með feld eins og þvottabjörn. Poo er hvít og brún og er víst mjög opin og hress. Ef mér líst vel á þær og þeim á mig, þá fæ ég að taka þær með mér heim! Ég hlakka ekkert smá til að eignast grísi aftur! :) Þegar ég kom heim með grindurnar fyrir búrið henti Abdul sér í það að setja þær saman, voða spenntur! Tíhíhí! :D
Gaman gaman gaman! :D
Anyways, ég er að byggja búr handa væntanlegum grísum... er að fara á þriðjudaginn að kíkja á tvær litlar stelpur sem heita Poo og Mini, eru báðar ungar. Mini er s.s. voða lítil, feimin og er víst með feld eins og þvottabjörn. Poo er hvít og brún og er víst mjög opin og hress. Ef mér líst vel á þær og þeim á mig, þá fæ ég að taka þær með mér heim! Ég hlakka ekkert smá til að eignast grísi aftur! :) Þegar ég kom heim með grindurnar fyrir búrið henti Abdul sér í það að setja þær saman, voða spenntur! Tíhíhí! :D
Gaman gaman gaman! :D
1 Comments:
Ég heimta myndir með det samme ! Me want more piggies ! Clooney would like to meet the girls :D
Skrifa ummæli
<< Home