föstudagur, febrúar 11, 2005

Skrítið....

Ég var alveg búin að afskrifa starfið sem ég var að sækja um því ég hafði ekkert heyrt í þeim í meira en viku... svo fékk ég bæði email og símtal frá starfsmannastjóranum í dag... ???????!!!!! Það sem virðist standa í þeim er vinnuleyfið. Skiljanlega. Við Abdul komumst að því á miðvikudaginn sl. að ég þarf að sækja sérstaklega um vinnuleyfi (aukapappírar = aukagjald) og það tekur amk. 90 daga að fá viðtalið!! Svo eftir viðtalið tekur USCIS sér sinn sæta tíma að afgreiða aktúal pappírana... MMMRRRRRRRR!!! Ég er ekkert smá pissed! Sem þýðir að ég er ekki á leiðinni að fara að vinna fyrr en í ALLRA fyrsta lagi undir lok maí!!! Ég verð bara að finna mér nóg af krosssaumi og bókum að lesa. Ég á eftir að athuga einn möguleika í viðbót, og það er að fá flýtimeðferð. Við vitum að flýtimeðferð (fyrir 1000 dollara!!!) er hægt ef maður kemur inn á atvinnuvisa, en ekki víst að það gildi fyrir visað sem ég kom inn á. Ég veit það í fyrramálið. Ef flýtimeðferð er möguleg, þá er pínu möguleiki að fyrirtækið myndi borga það fyrir mig, þ.e. ef þeir vilja mig! En það kemur allt í ljós á morgun. Ég læt ykkur vita.

Það er rigning. En þá þýðir að allt verður grænt lengur! Það er yndislegt hvað allt er í blóma núna...

Það er vonlaust að reyna að kenna Abdul íslenska málfræði og hugsunina á bakvið fallbeygingu... ARGH!!!

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Oj bara, skrifræði at its best!! Algerlega ömurlegt. Þú getur kannski stytt þér stundir við að prjóna alklæðnaði á Patriciu Nauðsyn ;)

kv. Beggo

2:25 f.h.  
Blogger Svava said...

Þú hefur líka nóg að gera við að taka við spilum sem ég læt senda þér og senda þau áfram til Íslands :-) Gooooood luck honey, meira torfið !!!

6:35 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home