sunnudagur, febrúar 06, 2005

Update!

Fór í viðtal nr. 2, var okey en dáldið skrítið vegna atriða sem ég ætla ekki að tala um hér, akkúrat núna. Á að mæta í 3ja viðtalið (JÁ! Hjá sama fyrirtækinu...) í þessari viku... er að díbeita við sjálfa mig hvort ég eigi að fara í sömu dragtinni en í öðrum bol innundir eða fara í svart-teinóttri, mjög "þungri" ósumarlegri dragt sem ég á. Hún fer mér mjög vel, en er bara dáldið heit og vetrarleg... það er reyndar vetur enn í Kaliforníu...

Snicky og ég (hún heitir reyndar Nicky en vegna þess að margir Kanar eiga erfitt með að höndla enska hreiminn hennar endaði hún sem Snicky á einhverjum Starbuck's-bollanum!! Þeir skrifa nafn þeirra sem eru að panta kaffi á bollana...) erum að fara til LA að láta klippa okkur í Febrúar!! Ó je! Já, atvinnuleysinginn ég er að fara að láta klippa mig hjá The rich and famous! Stofan hefur séð um flest hárin í Extreme Makeover-þáttunum, og Snicky er búin að fara þarna nokkrum sinnum og fílar. Þeir rukka ótrúlega lítið, næstum það sama og ég myndi borga heima... þannig að maður er alveg tilbúinn til að ferðast í klukkutíma til að forðast The Helmet-hair eða The Man-hair eða The Fufu-hair.
Við erum þjáningarsystur, fastar í félagslegum krumlum Kanans... við sátum í dag á kaffihúsi og töluðum um hvað okkur finnst um að búa hérna og solls... hún er líka nýflutt, er kærasta JY, sem er vinur Suliman og Abdul. Mjög gott að hafa stelpu hérna sem maður getur stelpast með :) en það kemur engin stelpa í staðin fyrir allar stelpurnar mínar á Íslandi!!! Kyssikyssismask!! Ég vildi að þið væruð hérna!

Ok, ég ætlaði ekki að skrifa svona mikið, því ég á að vera að "læra" fyrir viðtalið mitt!! Fahim, frændi Abdul, er að hjálpa mér með viðtalstæknina mína... Ég veit ekki enn hvenær 3ja viðtalið verður en ég geri ráð fyrir að það verði um miðja þessa viku. En vandamálið er að ég hef ekki enn pappíra í höndunum sem segja að ég megi vinna hérna! Og það getur tekið allt upp í 90 daga að fá svoleiðis! ÉG ÞARF VINNU, NÚNA!!!

Farin að læra, skrifa meira seinna.....

Vonandi eru allir hressir og kátir :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home