miðvikudagur, mars 23, 2005

Dauði //Death

Ég er ekki að skilja þetta. Ég tel mig vera með frekar græna fingur (goddamnit, er með bloody gráðu í grænu!) Ég hef getað haldið lífi í hverju sem er hingað til, hvort sem heldur er á Íslandi eða Englandi, í glugga eða garði. En nú er eitthvað einkennilegt í gangi. Ég næ ekki að halda lífi í NEINU!!! Það drepst ALLT! Blóm sem ég er mjög vön, kann alveg á... þau leka niður smátt og smátt! Ég er að velta því fyrir mér hvort það sé eitthvað í vatninu, í moldinni sem ég keypti, eitthvað í moldinni á blómunum sem þarf að halda í skefjum og allir vita af því hérna nema ég... :(
Nú er fallega, hvíta alpafjólan mín búin að hengja öll laufblöð og alla blómhausa... sú bleika er ekki alveg í stuði en tórir þó. "Karlmannsástin" (Morning Glory) sem ég var að rækta frá fræi (og hef gert ótal sinnum gegnum árin) tók allt í einu upp á því að drepast... neðan frá. stilkurinn er allur fjólublár og líkt og allur vökvi sé farinn úr honum. Ég verð því að draga þá ályktun að það sé eitthvað í vatni/jarðvegi sem er að drepa. Héðan í frá, næst þegar ég kaupi blóm, þá ætla ég bara að nota filterað vatn. Athuga hvort það hafi eitthvað að segja.

2 Comments:

Blogger Svava said...

skoðaðu moldina og stilkana vel og ef þú sérð eitthvað pínkulítið fjólublátt getur það verið eitthvað vicious stökkmor sem er að dúlla sér við að kála blóminu með öllum litlu vinunum sínum

5:53 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Sterar.. það gengur allt á sterum þarna úti. .Prófaðu það hehehehhe

Kannski skilja blómaálfarnir heldur ekki íslensku. Spurning um að tala klingon-ísku við þá. Það dugar kannski.. hmm..

12:56 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home