þriðjudagur, mars 22, 2005

Ferðalangar frá Íslandi

Pála, Jökull, Laufey litla, Laufey (mamma Pálu) og Gísli (pabbi Pálu) eru að skoða það helsta sem er hér í vesturhluta Bandaríkjanna. Við notuðum tækifærið og hittumst í gær í LA og það var alveg hreint frábært. Ég hitti Pálu og Jökul í Del Amo shopping center rétt hjá Redondo Beach og við eyddum tíma og peningi. Svo fórum við á hótelið þeirra (sem var í hræðilegum hluta LA!!!) þar sem amman og afinn voru að passa litu veiku skvís... greyið Laufey litla var með gubbuna og rosa hita. Greyið múslí! Þannig að hún var bara "out"... Ekkert hægt að leika við sætustu.... :( Og ég er mesti lúði EVER, ég tók ekki mynd af henni!!!

Svo fórum við Pála og foreldrar hennar í matarleiðangur. Við ætluðum að fara bara "rétt" niður á Santa Monica Pier en útaf minni mjög svo slæmu kunnáttu á svæðinu enduðum við alla leið upp í Malibu!!! Sem er LANGT! Þau voru öll alveg að deyja úr þreytu og hungri... :/ En á endanum komumst við á leiðarenda og fundum fínan, ítalskan stað á Santa Monica Promenade. Við komumst líka að því af hverju við sáum ekki Santa Monica Pier á leiðinni niðureftir (stórt parísarhjól, blikkandi ljós, allt fullt af "lífi") og það er vegna þess að þegar maður keyrir úr austri í vestur, þá fer maður í göng og kemur ekki úr göngunum fyrr en maður er kominn töluvert í burtu frá bryggjunni og er þá að keyra frá henni!! ARGH! En anyways, þegar einhver annar kemur að heimsækja, og ég er að keyra á Santa Monica Pier, þá veit ég þetta!
En hér fyrir ofan er mynd af okkur :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home