mánudagur, mars 14, 2005

Well well well...

Alveg merkilegt hvað það getur gerst mikið á stuttum tíma. Á fimmtudagskvöldið fórum við á powerpoint fyrirlestur um powerpoint. Fyrirlesarinn var mjög fyndinn, það var tekinn annar póll í hæðina en maður er vanur, það var verið að tala um hvað þetta PP er orðið öfgakennt og í öllu sem maður gerir. Svo fórum við á föstudeginum og náðum í bílaleigubíl sem tilheyrir frænda Abdul. Bíllinn hafði verið dreginn í burtu af hraðbrautinni í Anaheim þar sem leigutakinn hafði fengið einhvers konar taugaáfall og hlaupið í burtu frá bílnum. Þar sem skrifstofur bílaleigunnar eru uppi í San Francisco, þá bað frændi Abdul (Tamim) um að við myndum koma bílnum til hans ASAP og hann myndi greiða fyrir allan útlagðan kostnað og fljúga okkur heim. Við stukkum á tækifærið að fá fría ferð til San Fran! Við vöknuðum kl. 3 am á laugardeginum og lögðum af stað. Það var æðislegt að komast þangað, ég fíla borgina svo vel og allt þar í kring. Hún er ekki svona steríl eins og The OC er. Húsin, göturnar, búðir, bílar og fólk hafa karakter þar. Það eru talsverð landsvæði sem eru bara tóm, þ.e. engin hús! Bara náttúra! Það er næstum óþekkt hér í OC. Við gistum þessa einu nótt hjá Tamim og konunni hans. Þau eiga litla 2ja og hálfs-árs gamla stelpu sem heitir Amelia, hún er algjört æði! Hún er svo ótrúlega greind að ég bara hef aldrei vitað annað eins. Hún er á 'prinsessutímabilinu' og hét Princess Ariel alla helgina og kallaði pabba sinn Shrek :) Ég hét Princess Bjorg og það var voða merkilegt, hún vildi þá endilega vera vinkona mín. Ég gat haldið uppi samræðum við hana betur en við suma fullorðna sem ég hef hitt. Hún var algjör karakter. En anyways, það var frábært að komast þarna uppeftir. Ég mun búa til myndalink fljótlega.
Loksins kom að því, bumban hennar Beggóar leyfði pabbanum að finna! :) Æði! Og hvenær koma svo myndir, hmmm???? Ég bíð spennt!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home