Amazing....
Ótrúlegt hvað hlutir geta misfarist þegar fólk er að tala saman á 2 tungumálum. Abdul, Suliman og ég fórum til Anza Borrego eyðimarkarinnar á laugardaginn. Við vorum öll saman í bíl. Eins og þið vitið kannski (ekki) þá tala Abdul og Suliman alltaf saman á þýsku. Svona fór s.s. samtalið:
Abdul: "Hey Zulie, weisst du was 'Amazing Race' ist?
Suliman: "Was sagst du, Amazing Racist?????"
Eitthvað skolaðist nafnið til á þessum líka ágæta þætti! Við pissuðum næstum í okkur af hlátri, létum hugana reika um hvers konar þættir það væru, sem fjölluðu um Amazing Racists... og veltum fyrir okkur hverjir gætu verið þátttakendur!
Er við komum í Anza Borrego sáum við hvar hópur af túristum stóð og var að góna á hlíðina á móti bílastæðinu. Við spurðum hvað var í gangi og þá sagði ein konan að það væri hópur af 'Big horn sheep' að hvíla sig í hlíðinni. Big horn sheep eru MJÖG fágætar og enn fágætara að sjá þær svona nálægt sér, þannig að við æstumst öll upp og gripum ofur-sjónaukann okkar. Ég var reyndar dáldið skeptísk og sagði við strákana "Eru þær HÉR? Einkennilegur staður... svona nálægt fólki!" Þær eru nebblega MJÖG feimnar. Við urðum fyrir MIKLUM vonbrigðum þegar við fókuseruðum á "fágætu dýrin"... þetta voru einhverjar geitur! Engin þeirra var með stór horn (Big Horn! Hello, people!!) og ein þeirra var meira að segja með ól og bjöllu!!! ARGH! En við leyfðum fólki bara að smella myndum eins og ótt væri af geitunum... hurhurhurhur....
Þetta var frábær dagur. Allt útí blómum, eins og þið sjáið ef þið skoðið myndalinkinn sem ég skellti inn.
Keyrðum reyndar framhjá hræðilegu slysi á hraðbrautinni, það var bara að gerast þegar við keyrðum þarna framhjá. Það voru þegar ca. 10-15 bílar stoppaðir og fólk úti að hjálpa þannig að við ákváðum að stoppa ekki. Það myndi bara auka á slysahættuna og öngþveitið.
Svo er bara frábært veður í dag, sunnudag. Sól og hlýtt. Bear og ég fórum í góðan göngutúr í morgun, löbbuðum út um allan campus.
Ég vona að allir hafi það gott á Íslandi...
Abdul: "Hey Zulie, weisst du was 'Amazing Race' ist?
Suliman: "Was sagst du, Amazing Racist?????"
Eitthvað skolaðist nafnið til á þessum líka ágæta þætti! Við pissuðum næstum í okkur af hlátri, létum hugana reika um hvers konar þættir það væru, sem fjölluðu um Amazing Racists... og veltum fyrir okkur hverjir gætu verið þátttakendur!
Er við komum í Anza Borrego sáum við hvar hópur af túristum stóð og var að góna á hlíðina á móti bílastæðinu. Við spurðum hvað var í gangi og þá sagði ein konan að það væri hópur af 'Big horn sheep' að hvíla sig í hlíðinni. Big horn sheep eru MJÖG fágætar og enn fágætara að sjá þær svona nálægt sér, þannig að við æstumst öll upp og gripum ofur-sjónaukann okkar. Ég var reyndar dáldið skeptísk og sagði við strákana "Eru þær HÉR? Einkennilegur staður... svona nálægt fólki!" Þær eru nebblega MJÖG feimnar. Við urðum fyrir MIKLUM vonbrigðum þegar við fókuseruðum á "fágætu dýrin"... þetta voru einhverjar geitur! Engin þeirra var með stór horn (Big Horn! Hello, people!!) og ein þeirra var meira að segja með ól og bjöllu!!! ARGH! En við leyfðum fólki bara að smella myndum eins og ótt væri af geitunum... hurhurhurhur....
Þetta var frábær dagur. Allt útí blómum, eins og þið sjáið ef þið skoðið myndalinkinn sem ég skellti inn.
Keyrðum reyndar framhjá hræðilegu slysi á hraðbrautinni, það var bara að gerast þegar við keyrðum þarna framhjá. Það voru þegar ca. 10-15 bílar stoppaðir og fólk úti að hjálpa þannig að við ákváðum að stoppa ekki. Það myndi bara auka á slysahættuna og öngþveitið.
Svo er bara frábært veður í dag, sunnudag. Sól og hlýtt. Bear og ég fórum í góðan göngutúr í morgun, löbbuðum út um allan campus.
Ég vona að allir hafi það gott á Íslandi...
1 Comments:
Barbietec: Hver er aftur heimasíðan hjá múttunni þinni ?
Skrifa ummæli
<< Home