þriðjudagur, mars 08, 2005

Listamannalaun

Eru fáránleg. Ég var að horfa á Ísland í dag og það eru bara engin rök fyrir því að borga fólki sérstaklega úr ríkiskassanum fyrir að vinna vinnuna sína. Og að það sé einhver fræðimannanefnd sem ákveður hver fær og hver ekki er náttúrulega bara hallærislegt. Einhver rithöfundur sem var hlynntur listamannalaunum sagði að það sé svo löng hefð fyrir þessu, eins og það séu einhver rök! Það er löng hefð fyrir mörgum slæmum hlutum, t.d. reykingar og kúgun kvenna. Þýðir þá að það ber að halda þeim hlutum áfram óbreytt?? Og ég veit ekki betur en að það séu mörg bókmenntaverk sem eru gefin út á hverju ári um allan heim af "listamönnum" sem fá barasta engin laun frá Íslenska ríkinu né öðru ríki! Ó gvöð! Hvernig fara þeir eiginlega að?! Urrr....

Anyways, var að fá símhringingu frá starfsmannastjóranum og það er s.s. búið að bóka mig í viðtal á morgun kl. 9 í fyrramálið. EEEEK! Þetta er sko síðasta viðtalið! Eða eins gott það sé það síðasta. Maginn minn er í uppnámi yfir allri þessari bið og mótmælir hástöfum hverskyns fóðri. Ég er bara að sulla í mig piparmyntutei og vona að það virki.

OK, allir að hugsa fallega til mín milli kl. 9 og 11 á morgun, miðvikudag! (17 og 19 á íslenskum tíma)

2 Comments:

Blogger Svava said...

Á milli 17 og 19 verð ég í ræktinni.... mun reyna að hugsa fallega en býst við að þú fáir frekar pumpipumpikraft frá mér á þessum tíma..

5:43 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Barbietec: Vííí.. gangi þér ógissleg vel í viðtalinu.

12:38 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home