miðvikudagur, mars 09, 2005

Evil pig!!

Ég kom heim úr atvinnuviðtalinu, sem gekk bara ljómandi, og ætlaði að tala við grísinn minn. Gekk að búrinu og kíkti á uppáhalds staðinn hans. Enginn grís. Kíkti undir handklæðið á 2. hæð. Enginn grís. Ég panikkaði þvílíkt og fór að leita bakvið hurðir til að athuga hvort við hefðum kramið hann eða eitthvað! Svo fór ég að skríða um á gólfinu og fann litla grísinn á uppáhalds-gólfstaðnum sínum! ARGH! Greyið, ég veit ekkert hvað hann var búinn að vera þarna lengi, ég var búin að vera í burtu í 5 tíma en Abdul var heima í amk. 4 tíma eftir að ég fór. En hrikalega var það hryllilegt að koma að auðu búri!! Mér brá svo svakalega að ég er komin með spennuhausverk!!! Vondi vondi grís, að stríða mér svona!
Jæja, best að fara í dýraathvarfið að labba með brjálaða hunda! :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home