Veðrið
Mér finnst yndislegt veður úti núna... það er sól, mjög tært loft, aðeins 14 stiga hiti, ferskur kaldur vindur sem kemur frá fjöllunum... og í öllum fjallgarðinum hanga stórir snjóskýjabólstrar!! Snjór niður í miðjar hlíðar!! Ótrúlega fallegt! :) Ég vildi að ég ætti aðdráttarlinsu á myndavélina mína, þá gæti ég tekið myndir af þessu. Mmm... ég og Bear fórum út að leika, hlaupa og hamast, svaka stuð. Með þetta líka fallega útsýni yfir nærliggjandi fjöll... mmmm... En ég get lofað ykkur því að það finnst ÖLLUM öðrum alveg hræðilegt veður! Evrópskt veður! Fólk kann ekki gott að meta. Hnuss!
1 Comments:
Töff landslag öruglega, núna er mér fyrst farið að langa að koma til ameríku, sérstaklega til CA, gott veður og flott landslag, ekki bara borg og mengun? (Correnct me if im wrong)
En Bear er ekkert sami hundur og tínó, tínó er náttúrlega bara besti hundur í heimi... (Getum við ekki klónað hann?)
Skrifa ummæli
<< Home