föstudagur, febrúar 18, 2005

Oh þvílíkt líf!

Ok, ég gat s.s. ekki klárað að taka Kaliforníu-bílpróf því ég er ekki komin með 'social security number'. Hrmphf! Ég var búin að hringja áður og spyrja, og mér var sagt að það væri ekkert mál, á meðan ég er lögleg í landinu er hægt að gefa út skírteini á mig. Svo þegar kom að því, þá bara 'nei, sorry! Þér voru gefnar rangar upplýsingar!' GAAA!! Það er ALLTAF eitthvað! Ég fékk að fara í skriflega prófið og borga fyrir það, enginn sagði neitt! En svo þegar kom að verklega prófinu, daginn eftir, þá stoppaði allt. Andskotans... En vitiði eitt fáránlegt??? Aðalmálið var s.s. að af því ég er 'eligible' að fá SSN þá er ekki hægt að láta mig fá skírteini fyrr en ég fæ SSN. EN!!! Ef ég væri ólögleg og/eða ekki 'eligible' að fá SSN, ÞÁ væri hægt að láta mig fá skírteini!!!!!???? Fattiði þetta???! Bloody skrifræði. :( BTW þá stendur í lögunum að ef einhver flytur til Kaliforníu, þá verður viðkomandi að fá sér bílpróf innan 30 daga! EN ÞAÐ ER EKKI HÆGT!!! ARGH!! Það er alltaf eitthvað svona....
Ég sendi inn beiðni að fá atvinnuleyfi, eins og ég var búin að segja frá, og fékk bréf strax í þessari viku um að mæta í viðtal, sem kom okkur ÞVÍLÍKT á óvart. Ég er orðin svo hvekkt af öllu þessu skrifræði að ég bara kippi mér ekkert upp við þetta og geri bara sterklega ráð fyrir að það muni taka ALLAN daginn að hanga á þessari blessuðu skrifstofu í biðröð og svo að það muni taka þó nokkuð margar vikur að fá atvinnuleyfið. Ég bara get ekki leyft mér að trúa neinu öðru.

En yfir í aðra sálma... alveg merkilegt hvernig allt gerist á sömu helgi. Við erum að fara í partí í vesturhluta Hollywood í kvöld, er svo að fara í klippingu á sömu stofu og ríka og fræga fólkið í Hollywood á morgun (og borga næstum það sama og ég geri á Íslandi!!!) og svo eftir það þá förum við Suliman upp í Big Bear á skíði fram á mánudag með frændfólki þeirra!! Svo líða margar vikur án þess að nokkuð gerist! Sá sem stjórnar svona uppákomum þarf nú aðeins að dreifa þessu betur yfir árið hjá manni svo maður klári ekki skemmtanakvótann bara á einni helgi!

Það er smá séns að Abdul fái frábæra vinnu í Cambridge í sumar... á allt eftir að koma í ljós, en það er allavegana möguleiki! Watch this space.

Dusty er að jafna sig, er byrjaður að borða eins og svínið sem hann er og er aðeins að verða vanari því að láta taka sig upp og knúsa. Honum finnst það rosa gott, lygnir aftur augunum og lyftir upp hausnum til að láta klóra sér á hökunni! Ég er aðeins að fylgjast með húðinni hans, hún er ekki alveg nógu góð... dáldið rauð og bólgin eftir maurana, greyið. Hann var s.s. með húðmaura í dýrabúðinni en skv. þeim fékk hann síðasta lyfjaskammtinn fyrir 2 vikum síðan. Þá ætti að vera óhætt að gefa honum aftur, ef þarf. Við sjáum til. Er að dæla í hann góðri fæðu sem gefur honum c-vítamín og þessháttar. Hann er allur að koma til, greyið. Hann meira að segja sýndi mér 'mini-poppkorn'!!! (Grísaeigendur vita hvað þetta er, en fyrir ykkur hin, þá er þetta mjög sérkennileg hegðun hjá glöðum naggrísum... þeir stökkva beint upp í loftið og gera kryppu á bakið og ískra, mjög fyndið!)

Jæja, verð að fara að gera mig fína! Oh what to wear.... ÉG Á ENGIN FÖT!!!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home