fimmtudagur, febrúar 24, 2005

Poppkorn!

Abdul og ég horfðum á Dusty poppkornast á fullu og hlaupa í hringi í búrinu sínu í gærkvöldi! Alveg geggjað stuð hjá honum!!! :D Þetta er örugglega í fyrsta skipti síðan hann var lítill ungi sem hann gerir þetta! Spændi sagi yfir allt gólfið!! :D Litli sæti múslíinn minn... En hann er kominn með húðmaura aftur, greyið. Ég er að fara í búð núna til að kaupa meðal fyrir hann. Hann klæjar voða mikið :/ Svo þarf ég bara að fara að athuga með vin handa honum...

Ég hafði ekki tíma í gærkvöldi til að græja síðuna, ég ætla að reyna að gera þetta á eftir eða í kvöld. Er pínu bissí. Alveg merkilegt hvað maður er alltaf upptekinn að "snatta"... og það tekur allt svo langan tíma hér!

Jæja, þarf að fara í gæludýrabúðina! Svo koma myndirnar bráðum!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home