Fjarvera í vorfríi // Absence in spring break
Við erum að fara í 10 daga ferðalag á morgun. Við gerum ráð fyrir að vera í burtu þar til 4. eða 5. apríl. Planið er að keyra yfir til Oklahoma, sem er sirka í 2600 kílómetra fjarlægð. Við munum stoppa á leiðinni á vel völdum stöðum í Arizona, Colorado, Utah, New Mexico, Texas og svo auðvitað Oklahoma. Þetta verður stuðferð! Ástæðan fyrir að fara alla leiðina til Oklahoma (þar sem ekkert er að sjá nema bara flata akra og feitt fólk) er að Kyla og Eric eiga heima þar. Þið sem ekki vitið, þá var Kyla upphafið að því að Abdul og ég kynntumst. Það er því við hana að sakast að ég flutti hingað! ;)
Ég geri ekki ráð fyrir að komast á internetið, en ef svo, þá læt ég vita af okkur.
Það er komið miðnætti... Grísinn er í pössun hjá tengdó (snuff snuff!), Suliman ætlar að hugsa um hann fyrir mig. Við þurfum að vakna snemma í fyrramálið til að finna okkur til og græja stöff.
Gleðilega páska, öll! Vonandi fengu allir páskaföt í ár... ef ekki þá kemur páskakötturinn (eða er það páskaungi??) og borðar ykkur! Talandi um borð, vonandi borðið þið ekki yfir ykkur af íslenskum, nammi-góðum páskaeggjum og njótið þess að slappa af, spila, hlusta á uppáhalds páskalögin ykkar og njóta þess að páskarnir koma bara einu sinni á ári.
Smá athugasemd: Daylight savings, það frábæra fyrirbæri, er 3. apríl nk. Reglan er "fall back, spring forward", þannig að frá og með 3. apríl verðum við 9 klukkutímum á eftir ykkur hinum á Íslandi.
Ég geri ekki ráð fyrir að komast á internetið, en ef svo, þá læt ég vita af okkur.
Það er komið miðnætti... Grísinn er í pössun hjá tengdó (snuff snuff!), Suliman ætlar að hugsa um hann fyrir mig. Við þurfum að vakna snemma í fyrramálið til að finna okkur til og græja stöff.
Gleðilega páska, öll! Vonandi fengu allir páskaföt í ár... ef ekki þá kemur páskakötturinn (eða er það páskaungi??) og borðar ykkur! Talandi um borð, vonandi borðið þið ekki yfir ykkur af íslenskum, nammi-góðum páskaeggjum og njótið þess að slappa af, spila, hlusta á uppáhalds páskalögin ykkar og njóta þess að páskarnir koma bara einu sinni á ári.
Smá athugasemd: Daylight savings, það frábæra fyrirbæri, er 3. apríl nk. Reglan er "fall back, spring forward", þannig að frá og með 3. apríl verðum við 9 klukkutímum á eftir ykkur hinum á Íslandi.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home