föstudagur, apríl 15, 2005

Stacked!!

Abdul og ég horfðum á fyrstu 5 mínúturnar af þætti sem ber þetta nafn 'Stacked'. Þátturinn gerist í bókabúð sem 2 bræður eiga saman. Aðal plottið virðist vera að inn kemur nýr starfsmaður, sem allir vilja komast yfir... líka konurnar. Leikkonan, sem á að vera svona drop-dead-gorgeous, er....... PAMELA ANDERSON!!! Hún er versta leikkona í HEIMI!! Og það besta er, hún er framleiðandi og co-writer þáttanna!!!! ÆLI ÆLI ÆLI ÆLI Við gátum bara horft á 5 mínútur, svo gáfumst við upp á að horfa á hana sveifla brjóstunum og setja upp mis-ömurlega svipi og nauðga ensku tungunni. Hvar er FCC þegar maður þarf á þeim að halda??!

Ég er búin að fá tíma hjá lögfræðingi, sem er alveg priceless. Bókstaflega. Vonandi að ég geti fengið einhverjar ráðleggingar eða lausnir hjá þeim. Ég þarf ekki að borga fyrir þetta, sem betur fer, þetta er í boði fyrirtækisins sem ég er búin að vera í viðtali hjá.

Fyrsti tíminn í garðaráðgjöfinni minni (English Garden Consultancy) er á morgun. MJÖG dýrt og flott hverfi. Geri ráð fyrir að garðurinn sé stór, þar sem eigendurnir eru með hunda, ketti, hænur og 3 stráka! Þetta verður mjög gaman.

Jæja, best að henda inn nokkrum myndum í viðbót...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home