mánudagur, október 18, 2004

Rigning smigning // Rainarama

Alveg er það nú merkilegt að í landi hinna hugrökku og frjálsu geta þeir ekki höndlað örlitla rigningu. Reyndar var rigningin ekki örlítil, það var barasta hellidemba, en mér er sama! Hvernig dettur fólki í hug að það komi ekkert högg á bílinn ef þú brunar á FULLU ofan í poll sem nær upp á húddið á bílnum þínum? Að sjálfsögðu drepst á bílnum, þú missir jafnvel stjórn á honum og allt fer í fokk! Það 'fyndna', ef fyndið má kalla, var að ég var að skammast yfir hysteríunni í öllum varðandi þessa blessuðu rigningu, hvað þetta væri nú fáránlegt að loksins þegar rignir eftir 6 mánuði af þurrki, þá fer fólk í svo mikla fýlu og kvartar ENDALAUST yfir þessu ÖMURLEGA veðri. Kommon, það rigndi ekki einu sinni um daginn, bara um nóttina! Maður varð ekkert var við þetta! En það sem gerðist svo, í hellidembunni og flóðunum, að það kviknaði í einhverjum mega-sendiferðabíl, kviknaði í húsi, einhverjum bílum á hraðbrautinni og ég veit ekki hvað og hvað. Í hellidembu! Þá var verið að berjast við geggjaða elda útum allt! Aðeins í Ameríkunni, segi ég nú bara.

It's absolutely amazing that in the land of the brave and free, they can't handle a little bit of rain. Ok, it wasn't a little bit, it was quite a lot of rain, but whatever! How can people think that driving your car at full speed into a pool of water so deep it covers the hood of your car won't result in the car coming to a full stop, the engine dying and you possibly losing control of the car with all that comes with it?! The funny part is, if you can call it funny, is that I was bitching about everyone's hysteria regarding this rain, how silly it was that finally when it rains after 6 months of severe drought, people get so upset and start whining FOREVER about this CRAPPY weather. Come on! It didn't even rain during the day, only at night!! It's not like the majority of people were aware of the rain until the morning after! But what happened amidst all the flooding and torrential rain, was that a huge delivery truck caught fire, a house caught fire and I am sure other things, too. During a torrential downpour! Not only were they battling the floods, but also fires!! Only in America, is all I can say.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home