föstudagur, desember 24, 2004

Gleðileg jól // Happy holidays

Aðfangadagur runninn upp. Eftirvænting borgarbúa leynir sér ekki. Þegar búin að koma 61 símtal til VISA frá miðnætti. Ég svaf alveg ljómandi vel í nótt, nema að morguninn kom alltof fljótt.
Gærkvöldið var ljúft. Ég fór í smá jólakortaútkeyrslu og Beggaló könguló kom með mér í það. Svo röltum við niður Laugaveginn og frostþurrkuðum á okkur lærin. Það var voða hátíðarlegt og hellingur af fólki á stjá. Svo fórum við og fengum okkur heitt kakó á einu rótgrónu kaffihúsi bæjarins. Svo fórum við hver til síns heimilis og mamma og ég skreyttum jólatréð. Voða jóló.
Á meðan Beggó og ég vorum að rölta niður Laugaveginn vorum við að rifja upp hvar við vorum fyrir ári síðan... Beggó og Ragga voru að Þorlákast í bænum, og voru á leið út á flugvöll að sækja mig; ég var á leið frá London, föst í umferð rétt fyrir utan Heathrow og horfði á Icelandair-vélina takast á loft án mín. Þær voru því án mín þann Þorlákinn. Ég vil ALDREI aftur vera í þessari stöðu. Þetta var ömurlegasti Þorlákur sem ég hef upplifað! Þurfti að fara aftur í kalt herbergið á kampus í University of Greenwich, Medway... borðaði vibba-örbylgjumat, ekki hræða á svæðinu, rúmið kalt... þurfti að keyra aftur út á Heathrow á aðfangadagsmorgun og ná næstu vél. Komst loks heim rétt fyrir matartíma á aðfangadagskvöld. Planes, Trains & Automobiles-upplifun mín. Aldrei aftur.

X-mas day. People anxiously waiting for the evening to come. Already 61 phonecalls to VISA, counting from midnight. I had a lovely night's sleep, the only disturbance was the arrival of the morning.
Last night was sweet. I did a bit of x-mas card distribution and was pleasured by the wonderful company of Beggó. We then did the traditional walk down Laugavegur (main shopping street) and soaked in the holiday spirit. We stopped for a hot cup of cocoa to defreeze our thighs and then carried on walking. We then started remembering where we were a year ago... Beggó and Ragga were doing the same thing Beggó and I were doing this year (Ragga is in Japan now!!) and I was stuck in traffic just outside Heathrow, watching the Icelandair plane take off without me!! It was horrid, horrid I tell you!! I NEVER want to be in that situation again. It was the worst Thorlaks-mass I've EVER been through. I had to drive back to my cold, small room in Medway, eat nasty microwave dinner and just sit there, by myself until I fell asleep, then drive all the way back to Heathrow on the 24th, just to make it in time for dinner with the family in Iceland. My version of Planes, Trains & Automobiles. Never again.


0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home