mánudagur, apríl 18, 2005

Lífið er viðkvæmt

Ég vildi bara minna ykkur öll á hve viðkvæmt lífið er og að eitt andartak getur breytt öllu.

Bekkjarfélagi Abduls liggur nú í öndunarvél... læknar segja að ef hann nokkurn tímann vaknar aftur, þá verður hann alvarlega vanheill og mun aldrei geta neitt annað en í mesta lagi andað sjálfur.
Hann var að spila vatnsblak fyrir góðgerðarstarfsemi um helgina. Í lok fyrri hálfleiks tóku liðsfélagarnir eftir því að hann var ekki í markinu, eins og hann átti að vera. Allir gerðu ráð fyrir að hann hafði farið á salernið eða eitthvað álíka og héldu áfram að spila seinni hálfleik. Þegar leiknum lauk og allir fóru uppúr lauginni sáu þeir hann liggjandi á botninum. Hann hafði þá verið í vatninu í um 20 til 30 mínútur. Engir áverkar sáust á honum, þannig að gert er ráð fyrir að það hafi liðið yfir hann. Hann hafði verið að skemmta sér hraustlega langt fram undir morgun og farið svo næstum beint í blakið. Hugsanlega hefur hann ofþornað og líkaminn slökkt á sér.
Hann er á sama aldri og við Abdul, nýbyrjaður að búa með kærustunni sinni, nýbyrjaður í MBA-námi, hraustur á líkama og sál... en útaf einu andartaki, er allt breytt.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

jesús minn.. En hrikalegt að heyra...

1:51 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Það er alveg agalegt að lesa þetta. Ég fékk bara þvílíka gæsahúð, það er svo sorglegt þegar svona gerist. Ég sendi ykkur hlýar kveðjur.

3:00 e.h.  
Blogger Svava said...

Ohmygod ! Þetta er hrikalegt ! Já, maður gleymir því oft hve stutt getur verið á milli lífs og dauða. Kennir manni að meta hvern dag sem maður hefur enn meira. Aumingja drengurinn !

5:44 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home