föstudagur, maí 27, 2005

Crash!

Í gærkvöldi fór ég í bíó með Abdul og nokkrum krökkum með honum í skóla og við fórum að sjá þessa líka brill mynd sem heitir Crash. Hún er stjörnuprýdd en er hálfgerð Indie-mynd. Það er eiginlega ekki hægt að segja frá plottinu en hún fjallar mikið um hvernig við skilgreinum sjálf okkur og aðra út frá hörundslit. Farið vel yfir allar stereotýpurnar sem maður hittir hérna í þessum heimshluta. Myndin gerist í LA. Farið að sjá hana, lesendur góðir.

Við ætluðum að fara í San Diego Zoo í dag, en þar sem það er Memorial Day Weekend þá var bara GEÐVEIK ös strax í morgun! Við ákváðum bara í staðinn að labba um Balboa Park, sem er alveg voðalega fallegt svæði og mikið að skoða þar.

Brill veður, sumarið er komið og ég er orðin brún á handleggjunum.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home