Klifurmúsir og skröltormar
Ég er að deyja í lærunum og kálfunum!!! Í gær fórum við með hópi af fólki úr skólanum upp á Modjeska Peak (1675 m.y.s) og vó hvað það var vibbalega heitt! Að sjálfsögðu völdum við heitan sunnudag... á tímabili fannst mér eins og hausinn á mér myndi springa hvað á hverju. En það er ofboðslega fallegt þarna uppi og mikið fuglalíf, eðlur, snákar og skröltormar, fiðrildi og hrikalega falleg villiblóm. Helsta vandamálið, annað en að vera að DEYJA úr hita og svita, var að finna seif stað til að pissa, því alls staðar var líka "poison ivy" og maður gat ekki stungið bossanum niður hvar sem er!!!
Highlightið var, fyrir mig, að sjá miðlungs stóran skröltorm á veginum, chillandi í sólinni með fullan maga. Hann var ekkert rosalega hress með okkur, en við flýttum okkur framhjá honum!! Þeir eru MIKLU breiðari en ég bjóst við, hausinn er MUN stærri og þessi var ofboðslega fallegur litur, alveg eins og kanell, með smá rauðu í :) Rosa flottur!
Jæja, ég þarf að fara að drífa mig, berjast við fjöldann í búðinni... ég er að versla núna í einni búð sem er hrikalega ódýr, með rosa fínt Deli-úrval, geggjaða osta, æðislegt bakarí, fullt af allskonar skrítnu grænmeti og girnilegum ávöxtum... en ég er s.s. ekki sú eina sem verlsa þarna og það er alltaf stappað útúr dyrum!
Toodles í bili!
Highlightið var, fyrir mig, að sjá miðlungs stóran skröltorm á veginum, chillandi í sólinni með fullan maga. Hann var ekkert rosalega hress með okkur, en við flýttum okkur framhjá honum!! Þeir eru MIKLU breiðari en ég bjóst við, hausinn er MUN stærri og þessi var ofboðslega fallegur litur, alveg eins og kanell, með smá rauðu í :) Rosa flottur!
Jæja, ég þarf að fara að drífa mig, berjast við fjöldann í búðinni... ég er að versla núna í einni búð sem er hrikalega ódýr, með rosa fínt Deli-úrval, geggjaða osta, æðislegt bakarí, fullt af allskonar skrítnu grænmeti og girnilegum ávöxtum... en ég er s.s. ekki sú eina sem verlsa þarna og það er alltaf stappað útúr dyrum!
Toodles í bili!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home