Sofið án sængur
Þá er víst komið að því, að pakka gömlu, góðu IKEA sænginni inn í skáp. Sumarið kom í gær. Bara allt í einu var orðið of heitt að sofa með sæng og nú verður bara sofið með lak þar til í haust. Ég var einmitt að skipta á rúmunum og fattaði að ég kann ekkert að setja svona lök á rúm!! :D
Er að fara í gegnum Júró-lögin og þau eru eins og öll önnur ár, hvert öðru verra! Austurríkislagið stendur uppúr eins og er með vondleika, Bosnía-Hersegovina er eins og ABBA-tríó... og Belgía er hrikalega dull, dull, dreadfully dull.
Jæja, ætli maður verði ekki að fara út í góða veðrið og reyna að losna við þessa bóndabrúnku sem ég skarta svo vel!
Er að fara í gegnum Júró-lögin og þau eru eins og öll önnur ár, hvert öðru verra! Austurríkislagið stendur uppúr eins og er með vondleika, Bosnía-Hersegovina er eins og ABBA-tríó... og Belgía er hrikalega dull, dull, dreadfully dull.
Jæja, ætli maður verði ekki að fara út í góða veðrið og reyna að losna við þessa bóndabrúnku sem ég skarta svo vel!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home