mánudagur, maí 09, 2005

Grislingar og fleira...

Við fórum um helgina upp í Sierra Nevada fjöllin og skoðuðum Sequoia National Park og Kings Canyon National Park og ÞAÐ VAR ÆÐI!!! :D Sáum stærstu núlifandi tré í heimi og jeminneini hvað það var ótrúlega tilkomumikið að sjá þau. Það er eiginlega ekki hægt að lýsa því. Við tókum auðvitað fullt af myndum sem ég mun troða á internetið, auðvitað.

Mig dreymdi alveg vibba-draum í nótt... dreymdi að amma dó, svo dó afi, svo mamma... og ég var föst í útlöndum og gat ekki farið heim til restarinnar af fjölskyldunni. Ég grét og grét og grét, og var komin með ekka; vaknaði svo við ekkann í sjálfum mér, útgrátin um augun í svefni... :/ Dr. Freud, hvað segiru við þessu?!

Við erum byrjuð að hleypa strákunum út í sitthvoru lagi (ég er sko að tala um naggrísina!!) af því ef þeir voru saman á gólfinu, þá upphófust alltaf miklar merkingar og yfirlýsingar um hver ætti gólfið á bak við sjónvarpið og undir sófaborðinu... VIBBALEG LYKT! Svo í dag, þá fór Dusty (a.k.a. Boss Hog) fyrstur á gólfið og hljóp og hljóp. Svo "gekk ég frá honum" og The Fonze fór á gólfið og hljóp og hljóp. Þá varð Dusty þetta líka fúll á móti, stóð uppi á rúmminu sínu með framlappirnar á brúninni á gólfinu í búrinu og kvartaði sáran yfir þessu óréttlæti heimsins, að KRAKKINN fengi að hlaupa um en hann EKKI! Hann fylgdist stíft með honum og horfði sakbitnum augum á grislinginn hlaupa fram og tilbaka... Abdul og ég hlógum okkur máttlaus, höfum aldrei séð annað eins hjá þessum vitleysingum!

Allavegana, vildi bara láta vita af mér. Skrifa meira fljótlega.

Ps. takið eftir "kvótinu", hvergi á þetta meira við en akkúrat hérna í 'The OC'. Sorglegt en satt.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home