mánudagur, maí 02, 2005

SURPRISE!!!

Jahá, ég fékk aldeilis óvænta afmælisgjöf! Reyndar margar... ;) Yndislegi maðurinn minn og bróðir hans höfðu hamast við að plotta að hafa óvænt afmælispartý fyrir mig á ströndinni, grill og alles! Þeir buðu fullt af fólki og allir komu með góða skapið :) Þetta var sko aldeilis óvænt og alveg svakalega gaman! Þannig að nú er ég 29 ára, sólbrennd, sæl og með fleiri broshrukkur en í fyrradag :)

Þetta var svo mikið surprise... og það virtust allir vita af þessu nema ég! Mamma, allir vinir mínir hér og meira að segja Fröken Ragnheiður í Japan!!! :D Hún sendi mér pakka og bréf, þessi elska! TAKK RAGGA MÍN!! Knúsíknúsíknús! Planið var s.s. að Abdul og ég ætluðum að fara út að borða, bara við tvö að rómó-ast og svo labba á ströndinni með Bear. En svo hringdi Suliman og þeir ræddu einhver heil ósköp saman og Abdul sagði að Suli vildi endilega hitta okkur fyrr um daginn og óska mér til hamingju, í einhverri ísbúð í suðurhluta Laguna Beach. Lítil ísbúð á ströndinni, rosa góður ís, blablabla... og ég bara kokgleypti þetta allt saman! Svo vorum við að keyra til að leita að ísbúðinni og fórum inn á bílastæði við ströndina. Þar sá ég útundan mér íslenska fánan blakta við grill, og einhver maður stóð og var að grilla. Það fyrsta sem mér datt í hug var: "Ó, en skemmtileg tilviljun! Íslendingafélagið er að hittast hér á fyrsta maí í staðinn fyrir San Diego!"En svo fór ég nú að greina hana Nicky vinkonu, og bara humm... hvað er hún að gera þarna... og svo BÚMM! Fattaði ég! Íííík! Hrikalega gaman!

Það voru einhverjar myndir teknar og ég mun skella þeim á netið, ásamt fleiri myndum úr ferðinni okkar um páskana sem ég er ekki enn búin að henda á netið!

Takk fyrir frábæran dag og takk fyrir allar gjafirnar!! Það kom mér sko aldeilis á óvart að fullorðnir fái enn svona fínar gjafir! :D

Abdul, thank you for a wonderful day... It was the most amazing surprise!!! I love you.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

you're welcome, Jorge

7:35 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Æ geggjað gaman:) Innilega til hamingju með afmælið :)

2:10 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home