þriðjudagur, maí 24, 2005

Jedi-riddarar eru aumingjar

Það hafa heyrst háværar raddir um að ég skrifi ekki á bloggið... þá spyr ég á móti: "Hvað á ég eiginlega að skrifa um??!" Það er barasta ekkert markvert að gerast...

Það helsta er:
  • ég hvolfdi bátnum á síðustu siglingaræfingu og týndi sólgleraugunum mínum.
  • Ég keypti ný sólgleraugu.
  • ég eyddi laugardeginum (júróvisjón) með Nicky vinkonu og Hannah, vinkonu Nicky frá London, bara að þvælast í búðir og hanga.
  • bróðir Abdul er byrjaður að deita stelpu (sem er upprunalega frá Venezuela) sem heitir Margarita.
  • Abdul og ég fórum að sjá Episode III í gærkvöldi og hún var bara ljómandi, nema að Jedi-riddarar eru með mestu smjörputta ever!!! Þeir hafa "The Dropsies" með mesta móti!
  • ég er með heimþrá en það lítur ekki út fyrir að ég fái nein ferðaskjöl í bráð... 18. júní er dagsetningin í síðasta lagi.
Og hananú. Þarna sjáiðið, það er ekkert fréttnæmt. Hættiði svo að kvarta. Ég set inn nokkrar myndir frá Sequoia síðar í dag.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Gott að heyra í þér Bjögga:)

1:16 e.h.  
Blogger Svava said...

huh,þetta er more exciting than my life: vinnaborðasofa, vinnaborðasofa....

2:12 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home