Memorial Day
Í dag er Memorial Day. Það er dagurinn sem fólk minnist þeirra sem hafa dáið í þjónustu þessa lands. Flestir eru í fríi. Þeir sem geta, fara eitthvað í burtu og eyða tímanum með fjölskyldunni. Abdul og ég ákváðum að þetta er EKKI góð helgi að fara eitthvað. Enda eru vegirnir algjörlega pakkaðir af bílum, algjör vibbi að komast um. Í staðinn erum við bara að vinna. Dugleg við.
Ég er að skella inn einu myndaalbúmi... myndirnar eru síðan í apríl en ég bara steingleymdi að skella þeim inn. Þær eru teknar í Mission San Juan Capistrano sem er einn sá fallegasti staður sem ég veit um. Ég get eytt endalausum tíma þar. Þetta er ekki langt héðan þannig að þið sem lúsist til að koma í heimsókn getið komið með mér þangað!
Ég er að skella inn einu myndaalbúmi... myndirnar eru síðan í apríl en ég bara steingleymdi að skella þeim inn. Þær eru teknar í Mission San Juan Capistrano sem er einn sá fallegasti staður sem ég veit um. Ég get eytt endalausum tíma þar. Þetta er ekki langt héðan þannig að þið sem lúsist til að koma í heimsókn getið komið með mér þangað!
1 Comments:
Flottar myndir:) Mig langar að koma í heimsókn:)
Skrifa ummæli
<< Home