sunnudagur, september 25, 2005

Klukk í Kaliforníu

Fjólus klukkaði mig og þar með er komið að mér að klukka Hauk bróður og The Hogfather. Það er víst búið að klukka alla aðra sem ég þekki með bloggsíður!

Svo þarf ég víst að setja inn einhverjar tilgangslausar staðreyndir um mig...

1) Ég hef átt 5 naggrísi um ævina, á núna 2 stráka.
2) Mér hefur líkað veðrið vel í Kali síðan ég flutti hingað þrátt fyrir að allir aðrir kvarti yfir að veturinn var of blautur og kaldur og sumarið var ekki nógu heitt.
3) Ég 'color-coordinate' fataskápinn minn (auðveldara að finna eitthvað til að vera í á morgnana)
4) Við höfum átt 2 ferskvatnsrækjur, sú fyrsta hét Jaques (as in Cousteu). Hann dó eftir 6 vikur. Við keyptum okkur aðra og skírðum hana Jaques II. Hann dó eftir 6 vikur líka! Eitthvað spúkí í gangi...
5) Blóm gera líf mitt betra.

Og hananú!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home