þriðjudagur, nóvember 29, 2005

Yosemite myndir

Var að henda þeim á netið, kíkið á linkinn hér til hægri.

Er búin að vera með vibba-hálsbólgu og kvef síðan á sunnudaginn... fór heim úr vinnunni á mánudag og fór ekki í dag. (Snýti snýti snýti) Ég er ekki að haga mér eins og ameríkanar gera, þeir mæta bara veikir í vinnuna! En ég bara er ekki á leiðinni að taka sénsinn á því að fá hita eða verða veikari, sýkingu í lungun eins og fyrir 2 mánuðum síðan eða eitthvað álíka. Finnst unginn minn vera mikilvægari en að vera 'team player'. Svo væri alveg hægt að færa rök fyrir því að ég er veik í dag af því að einn samstarfsmaður minn mætti veikur í vinnuna í síðustu viku. Ég er allavegana með nákvæmlega sömu einkenni... og þar sem við erum 10 saman í litlu herbergi, og með loftræstikerfi en ekkert 'ferskt' loft, þá er spurning hversu gáfað það er að mæta veikur í vinnuna. Þetta finnst mér allavegana! Pirr. (hósti hósti snýti)

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

A.C. kvef er viðurkennt fyrirbæri í USA. Þegar ég var úti var þetta alltaf í fréttunum á sumrin (var í N.Y.) - mikil fjarvera starfsmanna vegna ofkælingar og smits frá fólki sem mætir veikt í vinnuna. Reyndar eru þau öll í einhverjum skringipillum - non drowsy formula... ekki alveg málið fyrir óléttar konur eða þá sem ekki hafa áhuga á því að verða háðir kódeini...

7:10 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home