þriðjudagur, nóvember 01, 2005

Haukur bró í heimsókn

Drengurinn missti af vélinni á föstudagskvöldið en Northwest Airlines voru nógu almennilegar til að gefa honum miða til LAX í staðinn fyrir John Wayne Airport. Beint flug. Við fórum því til LA á föstudagskvöldið og náðum í hann, héldum svo beint til Sequoia National Park. Þar keyrðum við um á laugardeginum og nutum ótrúlegs útsýnis, fallegra haustlita og ekki má gleyma því að við sáum 2 birni! Ójá, við sáum mama-bear og baby-bear! Mjööööög sætt! Ég tók helling af video af þeim og var svo æst í því að ég klikkaði á að taka myndir! Ég náði 3 myndum, 1 er of hreyfð, 1 er ókei og 1 er mjög góð. En þetta var æðisleg ferð, mjög gaman!

Erum svo búin að vera að leika aðeins, fórum á rúntinn í gær á Halloween á Balboa Island. Spookeeyyyyyy....

Gaman að hafa lillabró í heimsókn! :)

PS. Hann gerði dáldið í dag sem er svaka kúl... er leyndó! :D

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home