föstudagur, september 30, 2005

Foreldrar farnir, orðin betri í heilsunni!

Já það hlaut að koma að því að maður lagaðist.

Skógareldarnir fyrir norðan LAX valda því að sólarrásin og sólarlagið er mjög fallegt þessa dagana. Ef þetta væri ekki svona sorglegt þá gæti maður notið þess. Svakalegt... en það var svo mikil rigning síðastliðinn vetur, sem olli því að gróðurinn hefur vaxið gríðarlega = eldmatur. Og svo með sumarþurrkinum og heitu vindunum frá Santa Ana fjöllunum þá kviknar í þessu öllu saman.

Alveg var nú yndislegt að fá Abdul heim aftur frá Mexico... hann var líka voðalega kátur að koma heim, saknaði mín ferlega, þessi elska! :) Og ég hans! Við ætlum s.s. ekki að gera þetta aftur.

Oh það er svo mikið af bíómyndum sem mig langar að sjá, m.a. Emanuel's Gift, sem fjallar um ungan dreng í Ghana, Yeboah, sem fæddist með ónýtan legg og fót. Í Ghana eru börn oft drepin ef þau eru með einhvers konar líkamlega galla, eða falin fyrir umheiminum. Einhvern vegin tókst þessum dreng, foreldralausum, að fá sér vinnu við að pússa skó. Svo emailaði hann Challenged Athletes Foundation hér í Kaliforníu og bað þá um að senda sér hjól svo hann gæti hjólað um Ghana og reynt að breyta stereoímyndinni sem fylgir fólki sem er líkamlega fatlað. CAF urðu svo impressed með þessa hugmynd hans að þeir flugu honum til Kaliforníu, beint til Össurar og skelltu fæti á drenginn, gáfu honum hjól og styrktu hann til að hjóla út um allt og reyna að breyta heiminum! Þetta er algjör svona kraftaverkasaga, minnir mann á að það er gott í heiminum þannig að endilega sjáið myndina ef hún er sýnd heima.

Grrr... Gladiator er alltaf svo kúl mynd... er að horfa á hana núna...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home