laugardagur, júní 11, 2005

Alveg er það merkilegt...

...hvernig ein ákvörðun hefur mikil áhrif! Við vorum á leiðinni heim frá Balboa Island (við vorum að dreifa nokkrum hundruðum auglýsingableðlinga inn á ríku heimilin) og Abdul sagði "eigum við ekki að stoppa í PetCo?" og ég sagði "jú, mig vantar hey fyrir grísina". Við löbbuðum út með hey, nammi fyrir Bear, eitt stykki Asíu-bardagafisk og 10 lítra fiskabúr! En það var ekki nóg þannig að síðar um daginn fórum við í PetsMart og keyptum 'Ghost Catfish' og 4 stykki 'Harlequin Rasbora' :) Þannig að nú er þetta orðið opinberlega dýragarður!!! :D Og NB!! Það var EKKI ég sem stakk uppá fiskabúrinu!!! En ég er voða glöð með það ;)

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

hey.. þinn bardagafiskur er ekki velkominn í heimsókn til míns baradagafisks heheheheh :)

en rosalega er hann fallegur :)

11:13 f.h.  
Blogger Svava said...

Hi hi ! Næstum jafngott og minn dýragarður með einum gullfisk, 3 humrum, einum gví gví og einni skjaldböku.

6:49 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home