föstudagur, júní 03, 2005

June Gloom

June Gloom er veðurfyrirbæri í Kaliforníu. Skyndilega, eftir fallega byrjun á sumrinu, verður veðrið bara grátt og frekar kalt. Ekki mikil sól... jafnvel rigning... June Gloom er s.s. komið.

Ég er með einhverja pest... gæti hafa verið burrito-inn sem ég borðaði hjá Pedro's í gær í hádeginu. Fyndin tilviljun að þegar við vorum að panta matinn lásum við á heilbrigðiseftirlitsvottorðið þeirra... það hafði verið eftirlit fyrir 2 vikum síðan og allt 100%.... or was it?!

Kærar þakkir til þeirra sem skilja eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá smá lífmörk frá Íslandi :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home