Red-tail haukur

Þessi ungi fugl var alveg merkilega spakur, og fengum við það uppgefið hjá einum ljósmyndara sem var þarna líka að nördast að hann er 'celebrity' og er þ.a.l. þrælvanur að láta fuglanörda skoða sig og smella óteljandi myndum af sér. Eflaust er hann kominn með rosa egó...
Það var æðislegt að geta verið svona nálægt honum (ca. 3 metrar) og sjá ALLT, litlu 'veiðihárin' sem eru í kringum gogginn á honum, sjá hvernig fjaðrirnar enda í spíss og sjá þessar rosa klær! En hann var ungur og algjör klaufi að veiða. Hann hélt að hann gæti veitt litla fugla í háa grasinu sem var allt í kringum okkur með því að labba um! Eins og að tína ber! Auðvitað skutust litlu fuglarnir í burtu... eftir ítrekaðar tilraunir ákvað hann bara að halda áfram fyrirsætustörfum og hvíla sig aðeins á þessu veiðiveseni...
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home