mánudagur, desember 19, 2005

Sonur sæll...

Abdul og ég fórum til Salton Sea í gær, sunnudag. Þar er búið að helga hluta af vatninu sem fuglaverndarsvæði, tileinkað Sonny Bono. Hann lét víst töluvert til sín taka á verndarvettfanginum. Allavegana, það var alveg ógisslega gaman hjá mér, fuglanördinum, og sá ég nokkra fugla sem ég hafði ekki séð áður. Einnig voru snjógæsir þar í hundruðum, eins og hvítir plastpokar út um alla akra og öll vötn! :)

Svo á leiðinni heim stoppuðum við og fengum okkur kvöldmat á In-n-Out (auðvitað!). Á meðan við stóðum í röðinni, var ég eitthvað að kúra mig upp að bringunni á Abdul og hann var að nudda upphandleggina á mér, svona eins og maður gerir þegar maður er að reyna að hita einhverjum upp. Mér var s.s. kalt. Hálfri mínútu síðar steig ég frá til að fara á salernið. Þá segir gömul kona með blátt hár í gömlum velúrjogginggalla í sama lit og hárið: "Hann verður bráðum stærri en þú!" Hún beindi orðum sínum að Abdul. Hún hélt s.s. að ég væri sonur Abdul!!! :D Við grenjuðum úr hlátri!! Hún hefur örugglega fengið sjokk þegar hún sá Abdul og mig kyssast :D Ég hélt ég væri ekki svona rosalega karlmannaleg í útliti og vexti, sérstaklega núna þegar júllurnar eru orðnar C+! En þetta er nú ekki í fyrsta skiptið sem talið er að ég sé strákur :)

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Kannski var hún að tala um bumbubúann ;)

11:30 e.h.  
Blogger Svava said...

Hahahah, gætir pass off as an innocent choir boy...

4:43 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

HAHAHAHA! Ógó fyndið! Minnir mig á þegar ein kona hélt að ég og pabbi minn værum par og mamma væri tengdó! Ok, pabbi er vissulega 2 árum yngri en mamma en ...HALLÓ! (NB. þá var ég um tvítugt)

7:47 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home