sunnudagur, febrúar 26, 2006

The half-ton man

Er að horfa á viðbjóðslegan þátt á Discovery Health Channel. Einn hrikalegur maður, sem var orðinn um 1000 pund, þið munið kannski eftir honum þegar slökkviliðið varð að saga vegg úr húsinu hans til að ná honum útúr húsinu, því hann átti í hjartavandræðum og þurfti að fara á spítala. Svo þurfti einhvern sérstyrktan vörubíl til að flytja hann á spítala. Anyways, hann fór s.s. í magaheftingu og var á spítala í 6 mánuði. Hann missti slatta af kílóum. Svo var hann sendur heim með MJÖG strangar leiðbeiningar um hvað hann má borða/verður að borða til að halda heilsu og halda áfram að léttast. Ok þetta er það sem ég er ekki að fatta. Gæjinn heldur áfram að borða rusl... djúpsteiktan kjúlla, hrásalat, snakk... og í viðtalinu segir hann, þegar hann liggur í öllum sínum 500 pundum: "Og nú er ég að borða próteinið mitt, ostasnakk! Og svo er ég hættur að borða mat sem er high in fat and high in sodium". HANN VAR AÐ RENNA NIÐUR KENTUCKY FRIED KJÚLLA OG ER MEÐ POKA AF LAYS SNAKKI VIÐ HLIÐINA Á SÉR!!!! Er fólk fífl???!!! Og svo heldur hann því fram að hann borði bara eins og venjuleg manneskja og borði ekkert meira en aðrir!!! GAAAA! Og þó, ef þú miðar við að 'venjuleg' manneskja í sumum ríkjum hér í USA eru ca. 300 pund... það þarf náttúrulega helling af ostasnakki og Lays snakki til að viðhalda svoleiðis þyngd!

Við höfum fengið kvartanir til Össurar að sumir fæturnir okkar hafi 'bara' max þyngdarlevel 220 pund... ég held þessi þjóð sé að stefna í voða og viðbjóð.

Eat to live, don't live to eat.

miðvikudagur, febrúar 22, 2006

Amaryllis



Svona gat ég ræktað :)

mánudagur, febrúar 06, 2006

Svona lít ég út á 27. viku


Er ég ekki sæt?! Já maður reddar bara mynd fyrir ykkur þegar beðið er um :)

Burn motherf"#$&er, burn

Myndavélahörgull er mikill á heimilinu, bróðir Abdul er tiltölulega nýbúinn að selja sína stafrænu myndavél þannig að nú eru eingöngu til filmuvélar á báðum heimilum. Við erum búin að finna nýja stafræna vél, þurfum bara að bíða eftir að það verði rými á kreditkortinu okkar til að borga fyrir hana, ekki hægt að borga með debet online :( Þannig að í næstu viku verður vonandi búið að græja myndavél og bumbumyndir geta hafist aftur! Mér finnst þetta sökka ferlega, því það vantar alveg að skrá þessa merkilegu bumbu á spjöld sögunnar í myndrænu formi í alveg heilan mánuð!

Svo er allt að brenna hérna... reyndar ekkert nálægt okkur, en í næsta nágrenni þó. Það nálægt að við finnum lyktina og sjáum rauðan himininn þar sem eldtungurnar stíga upp. Við vorum að keyra í gegnum þetta svæði í gærkvöldi á leiðinni heim úr eyðimörkinni... heppin að þetta var ekki byrjað þá! Þá værum við enn föst þarna :(

Vonandi fáum við myndavél bráðum, þið verðið bara að ímynda ykkur hvernig ég lít út þangað til! :)