The half-ton man
Er að horfa á viðbjóðslegan þátt á Discovery Health Channel. Einn hrikalegur maður, sem var orðinn um 1000 pund, þið munið kannski eftir honum þegar slökkviliðið varð að saga vegg úr húsinu hans til að ná honum útúr húsinu, því hann átti í hjartavandræðum og þurfti að fara á spítala. Svo þurfti einhvern sérstyrktan vörubíl til að flytja hann á spítala. Anyways, hann fór s.s. í magaheftingu og var á spítala í 6 mánuði. Hann missti slatta af kílóum. Svo var hann sendur heim með MJÖG strangar leiðbeiningar um hvað hann má borða/verður að borða til að halda heilsu og halda áfram að léttast. Ok þetta er það sem ég er ekki að fatta. Gæjinn heldur áfram að borða rusl... djúpsteiktan kjúlla, hrásalat, snakk... og í viðtalinu segir hann, þegar hann liggur í öllum sínum 500 pundum: "Og nú er ég að borða próteinið mitt, ostasnakk! Og svo er ég hættur að borða mat sem er high in fat and high in sodium". HANN VAR AÐ RENNA NIÐUR KENTUCKY FRIED KJÚLLA OG ER MEÐ POKA AF LAYS SNAKKI VIÐ HLIÐINA Á SÉR!!!! Er fólk fífl???!!! Og svo heldur hann því fram að hann borði bara eins og venjuleg manneskja og borði ekkert meira en aðrir!!! GAAAA! Og þó, ef þú miðar við að 'venjuleg' manneskja í sumum ríkjum hér í USA eru ca. 300 pund... það þarf náttúrulega helling af ostasnakki og Lays snakki til að viðhalda svoleiðis þyngd!
Við höfum fengið kvartanir til Össurar að sumir fæturnir okkar hafi 'bara' max þyngdarlevel 220 pund... ég held þessi þjóð sé að stefna í voða og viðbjóð.
Eat to live, don't live to eat.
Við höfum fengið kvartanir til Össurar að sumir fæturnir okkar hafi 'bara' max þyngdarlevel 220 pund... ég held þessi þjóð sé að stefna í voða og viðbjóð.
Eat to live, don't live to eat.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home