föstudagur, janúar 06, 2006

Þetta náttúrulega gengur ekki...

Nú verð ég að koma með bumbumyndir! Og einhverjar frá Flórída líka... það er bara einhvern veginn þannig að þegar maður er ekki með net heima hjá sér þá bara verður ekkert úr svona plönum. Við erum s.s. að gista heima hjá foreldrum Abdul á meðan þau eru í Mekka. Og nei, þau voru ekki á gistiheimilinu sem hrundi. Suliman er í Afghanistan, en líkurnar á að hann hafi verið á hótelinu sem var sprengt í litla þorpinu uppi í fjöllum eru hverfandi. Þannig að við höfum ekki miklar áhyggjur af þeim.

Jæja, vonandi verður helgin góð hjá öllum!

Bjögga og bumbi

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Já takk myndir takk! Ég vil fara að sjá sönnunargögn um að bumban sé í alvörunni að stækka!
knúsiknús frá spila-Helgu

8:58 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home