mánudagur, janúar 02, 2006

Gleðilegt nýtt ár!!


Jæja, 2006 bara komið! Aldeilis... Ég er nýkomin tilbaka frá Orlando þar sem ég og Abdul og bumbi eyddum alveg frábærum tíma í faðmi fjölskyldunnar minnar (mamma, Biggi, Ásgeir, Haukur, amma og afi) og með pabba og Erik og Kristine líka. Það var eins og lög gera ráð fyrir, borðað of mikið af rosa góðum mat, spilað Anti-Monopoly og Risk og svo einhverjir bardaga- og hokkítölvuleikir á playstationið hans Erik, verslað og aðeins túristast. Þetta var náttúrulega alveg yndislegt. Ég svaf næstum 10 tíma á hverri nóttu, og náði því að hvíla mig vel. Og svo bara um leið og ég var komin þarna til Orlando, þá fékk ég líka þessa fínu bumbu! Nú er ég sko orðin stór! Myndir to come. Ásgeir bró fékk tækifæri til að finna gæjann sparka, og líka amman verðandi. Bumbinn er greinilega að verða sterkari og stærri, og stundum eyðir hann löngum tíma í að sparka í blöðruna mína, mér til mikillar ánægju og gleði. Reyndar er hann ekki enn orðinn það stór né sterkur að geta haft nein gífurleg áhrif á klósettþörf en hann er greinilega á réttri leið með það! Hann er orðinn 1 pund núna og fer að nálgast 30 sentimetrana, vá!
Jæja, nú þarf maður víst að halda áfram að koma öllu í stand hérna eftir jólin... Bið að heilsa heim og kærar þakkir fyrir öll jólakortin og myndirnar og pakkana :) Spilagellur, þið eruð náttúrulega alveg sérstakar! Flottustu kortin í ár komu frá ykkur!! ;)
Megi nýja árið verða ykkur öllum gott og vonandi sjáumst við eftir ekki svo marga mánuði!

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Elsku Björg
Ég vona innilega að þú komir heim í sumar með bumbubúann þinn. Þá ætla ég að kyrrsetja þig ;)

Hafa þig herna hjá okkur
Bestu kveðjur
Magnea

1:41 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ sæta bumbukona

Scott er á leiðinni að bíma þig upp og flytja til okkar hinna spilageimveranna. ET beam home...

:O)
Helga geimó

6:56 f.h.  
Blogger Svava said...

Er með CIA á mínum snærum, þeir eru á leiðinni yfir að ræna þér, muahhahahahah. Og þú og bumbi verða einkaspilaþrælarnir mínir :-)

10:05 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home