Nú er mér allri lokið...
Aldrei hefði ég trúað því hvað kerfið hérna er ógeðslega fáránlegt og langt á eftir meirihlutanum af hinum siðmenntaða heimi!! Ég er búin að vera að skoða hvaða valmöguleikar eru í boði fyrir mig svo ég geti nú tekið smá tíma frá vinnu eftir fæðinguna til að jafna mig líkamlega og tengjast nýja fjölskyldumeðlimnum. Og það er nú ekki um mikið að velja! Flest virðist byggjast upp á því að maður verður að hafa unnið hjá vinnuveitandanum í 12 mánuði áður en svona 'benefits' eru á boðstólum. Það eru til mismunandi lög og reglugerðir í Californiu sem eiga að vernda mann gegn því að maður missi vinnuna til að jafna sig eftir barnsburð/veikindi osfrv. En aðal reglugerðin, sem ég taldi að væru on my side, útiloka mig því ég hef ekki verið hjá fyrirtækinu í 12 mánuði. Og fyrirtækið býður mér ekki heldur uppá neitt því ég er ekki búin að vera hjá þeim í 12 mánuði. Það lítur út fyrir að ég hafi aðgang að State Disability Insurance sem gefur manni 55-60% af tekjum manns í 6 vikur (en engin vinnuvernd, þ.e. fyrirtækið þarf ekki að halda starfinu mínu opnu) og svo í kjölfar þess, Paid Family Leave, en það byggist allt uppá að ég fái 'leyfi' hjá fyrirtækinu að fara í burtu í einhverjar vikur. Ég á afar fáa veikindadaga inni og álíka fáa frídaga, sem ég mun vonandi fá að nota í biðtímanum, áður en ég fæ greiddar bæturnar frá fylkinu, en mér skilst að fyrirtækið geti sagt nei, og 'látið' mig taka þessa veikinda- og frídaga inní fríinu sem fylkið gefur mér rétt á, sem þýðir að fylkið greiðir mér ekki bætur þá daga sem ég er koveruð af veikinda-/frídögum frá fyrirtækinu, en það étur samt upp bæði fyrirtækisfrí/veikindadagana OG fylkisleyfisdagana. Meikar þetta sens? Eina ástæðan fyrir að ég hef allavegana smá séns á að fá aðstoð frá fylkinu er útaf því að California er með sterkustu og bestu lögin þegar kemur að óléttum konum/nýbökuðum mæðrum, bæði varðandi orlof til að bonda og líka varðandi að skaffa viðunandi aðstöðu svo ég geti mjólkað mig eftir að ég byrja að vinna aftur. Aðeins 3 fylki í öllum USA hafa remotely einhverja svona alvöru vernd sem hægt er að kalla fjölskylduvæna og mannúðlega. Ef ég væri búsett í einhverju af öðrum fylkjunum, væri ég illa sett. Ég ætla að reyna að hitta HR managerinn í vikunni og sjá hvað hún segir. En þetta lítur ekkert rosalega vel út. :( Nú skil ég af hverju konur hér þurfa að velja að vera annað hvort career konur eða 'mömmur'. Það er eingöngu á færi þeirra ríku og hæstsettu að leyfa sér að eignast fjölskyldu og vera líka með starfsframa.
Svo þarf ég að fara að mæta í 'monitoring' 2x í viku frá og með 34. viku meðgöngu, og það er spurning hvernig og hvort ég geti hagað vinnudeginum í kringum það. Tekur 30-40 mín fyrir mig að keyra frá vinnunni á spítalann, monitoring í 20 mín, þannig að það er alveg slatta tími sem fer í þetta. Því miður er læknastofan ekki opin lengur en til 5 og síðasta appointmentið er venjulega um 3:30 eða 4 á daginn, þannig að ég mun alltaf vera að missa úr vinnu, hvernig sem á það er litið, en það er ekki vinsælt að 'missa' bara tímana, ég þarf að vinna þá upp einhvern veginn.... ég veit hreinlega ekki hvernig er hægt að vinna úr þessu án þess að styggja yfirmennina... og ég legg áherslu á 'menn'. Það er búið að vera svo mikið rugl í gangi undanfarna ca. 2 mánuði varðandi starfsmannastefnu/skoðun yfirmannanna að ég bara hreinlega held að þeir fatti ekki að við starfsfólkið erum mannverur og eigum skilið að það sé komið fram við okkur með virðingu, ekki eins og við séum einhverjir apar á færibandi sem eigum ekkert skilið og eigum bara að vera þakklát fyrir að vera til. 'Ó þakka þér kærlega fyrir að leyfa mér að fá þau forréttindi að vinna mér inn veikindadaga og frídaga... en ó... eru það s.s. forréttindi svo að fá aðgang að þessum tímum sem ég er búin að vinna mér inn?? Ekki s.s. sjálfgefið að ég fái fríið sem ég vann mér inn?? Þakka þér fyrir að benda mér á það, herra!!'
ARGGGH!!! Ég er ekki að fíla þetta og er í vondu skapi... can you tell????!!
OK nóg um þetta. Er komin með ógeð.
Svo þarf ég að fara að mæta í 'monitoring' 2x í viku frá og með 34. viku meðgöngu, og það er spurning hvernig og hvort ég geti hagað vinnudeginum í kringum það. Tekur 30-40 mín fyrir mig að keyra frá vinnunni á spítalann, monitoring í 20 mín, þannig að það er alveg slatta tími sem fer í þetta. Því miður er læknastofan ekki opin lengur en til 5 og síðasta appointmentið er venjulega um 3:30 eða 4 á daginn, þannig að ég mun alltaf vera að missa úr vinnu, hvernig sem á það er litið, en það er ekki vinsælt að 'missa' bara tímana, ég þarf að vinna þá upp einhvern veginn.... ég veit hreinlega ekki hvernig er hægt að vinna úr þessu án þess að styggja yfirmennina... og ég legg áherslu á 'menn'. Það er búið að vera svo mikið rugl í gangi undanfarna ca. 2 mánuði varðandi starfsmannastefnu/skoðun yfirmannanna að ég bara hreinlega held að þeir fatti ekki að við starfsfólkið erum mannverur og eigum skilið að það sé komið fram við okkur með virðingu, ekki eins og við séum einhverjir apar á færibandi sem eigum ekkert skilið og eigum bara að vera þakklát fyrir að vera til. 'Ó þakka þér kærlega fyrir að leyfa mér að fá þau forréttindi að vinna mér inn veikindadaga og frídaga... en ó... eru það s.s. forréttindi svo að fá aðgang að þessum tímum sem ég er búin að vinna mér inn?? Ekki s.s. sjálfgefið að ég fái fríið sem ég vann mér inn?? Þakka þér fyrir að benda mér á það, herra!!'
ARGGGH!!! Ég er ekki að fíla þetta og er í vondu skapi... can you tell????!!
OK nóg um þetta. Er komin með ógeð.
5 Comments:
æ dúllan mín...
*orkuknús*
En hver er réttarstaðan þín hérna heima ? Áttu kost á því að koma heim og vera í fæðingarorlofi hér ?
Neibb, því ég flutti lögheimili mitt hingað út, og dett því útúr kerfinu heima. Svo þyrfti ég líka að fara að fljúga heim fljótlega ef ég ætlaði að eiga þar og bara borga fyrir það og ég vil helst ekki vera án Abduls svo lengi, né að hann missi af fæðingunni...
Elsku honey bunny, þetta er jú gallinn við helv. USA, er ekki vinalegt kerfi fyrir vinnandi nýbakaðar mæður. Hefðir þurft að vera í 6 mánuði heima fyrir fæðingu til að fá réttindi til fæðingaorlofs og þyrftir sennilega að borga fyrir fæðinguna núna :( Veit ekki hvað þú getur gert elskan mín, en það að láta frá sér nýfætt ungabarn í pössun verður óhuggulega erfitt ef þú neyðist til þess.
Welcome to America honey!!
Elsku knúsípús
Hrikalega skítt. Eins gott að kallinn fái nógu vel launaða vinnu svo þú getir haft krílið á brjósti
Baráttukveðjur, Pála
Skrifa ummæli
<< Home