sunnudagur, mars 19, 2006

Cesaria Evora

Ó je! Hann Abdul er alveg magnaður stundum... Við fórum í gærkvöldi til frænda hans, það var verið að halda uppá Afganska nýárið, sem er yfirleitt í kringum 20. mars. Hrúga af fólki mætti... Við vorum bara búin að vera þarna í ca. 20 mínútur þegar Abdul byrjar að segja við mig: "Við skulum bara drífa okkur héðan, ég þekki ekkert af þessu fólki og mig langar að eyða smá tíma með þér áður en ég fer í burtu í viku". Ég maldaði í móinn því ég hafði ekkert borðað síðan fyrr um daginn og var að reyna að eyða mesta hungrinu með forréttum. Við hinkruðum í ca. 10 mín í viðbót þar til Abdul hér um bil dró mig út, sagði eitthvað við frænda sinn og foreldra og svo brunuðum við af stað, ég kvartandi allan tímann auðvitað, yfir hvað lægi eiginlega á... ég þekkti ekkert af þessu fólki heldur og fannst alls ekki slæmt að fara til að eyða smá tíma með manninum mínum, þar sem við höfum ekki gert neitt af því undanfarið... hann að læra og vinna full-time og pakka ofan á það. Þannig að kvartið var nú mest málamyndakvart, og að ég fékk ekki nóg að borða. Muy importante! Svo keyrðum við framhjá exitinu okkar á hraðbrautinni... og næsta... og næsta... og loksins beygðum við af en komin langt í burtu frá íbúðinni og uppáhalds ísbúðinni okkar, líka! Ég var bara ekki að fatta neitt... Lögðum í einhverju ómerktu bílastæðahúsi og upp hófst þramm. Við þrömmuðum þvert yfir allskonar bílastæði og 'plazas'... þar til við staðnæmdumst fyrir framan Orange County Performance Theater. OK, þá fattaði ég að við vorum að fara þangað... en að sjá hvað?! Það eina sem var listað á plagötunum þetta kvöldið var Dr. Doolittle, the musical... með Tommy Voice í aðalhlutverki. Ég hafði takmarkaðann áhuga á því, en hélt að Abdul héldi að ég vildi sjá það... ég hef mun meiri áhuga á barnamyndum og svoleiðis heldur en hann og hélt hann ætlaði að vera svona rosalega proactive og bara fara með mér að sjá Dagfinn Dýralækni! Hann spilaði með og sagði voða vonsvikinn 'Viltu ekki sjá þetta??!?' og ég vildi náttúrulega ekki vera vond og sagði 'jú auðvitað... en ég hélt þú hefðir engan áhuga...' Svo var komið að okkur í röðinni og þá eygði ég handskrifuð skilaboð bak við strákinn í miðasölunni, eitthvað um Cesaria Evora. HAHAH! EUREKA! Við erum að fara að sjá Cesaria!!! Húrra! Ég varð ekkert smá glöð! Og berfætta dívan stóð sig betur en ég hefði nokkurn tímann geta ímyndað mér... þvílík rödd!! Og hljómsveitin sem hún var með sér var æði, ótrúlega hæfileikaríkt lið! Ég hafði minnst á það við Abdul hvað mig langi til að sjá hana þegar verið var að auglýsa one-time-only tónleikana í útvarpinu... en ég bjóst alls ekki við því að fá tækifæri til að fara! Þetta var svo frábært... Takk Abdul!! Ég elska þig!! :) Sjáumst eftir viku, krúttið mitt!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home