föstudagur, október 22, 2004

Ég kem heim í heiðardalinn // I'm coming home

Já það er víst fararsnið á minni! Enn eitt langflugið framundan. Vegna visa-mála mun ég skjótast heim í heila 4 daga... vó. Geggjað mikið. Veit ekki hvort ég muni höndla allan þennan tíma ;) Neinei, ég hefði alveg viljað vera lengur en verðmunur á flugum var svo svakalega mikill að við bara tímdum því ekki. Icelandair sökkar. En það er víst enginn annar sem getur flutt mig þannig að ég verð að bíta í það súra. Við ákváðum að reyna að flýta fyrir prósessnum eins mikið og hægt er svo að ég geti nú komið fljótt aftur út eftir jól. Frekar tilgangslaust að vera að borga 900 dollara á mánuði í leigu ef það er óþarfi! Abdul getur alveg búið einn hjá foreldrunum, en vegna biðlista og skólapólitíkur, þá verðum við að taka þessa íbúð núna. Líkurnar á að hún bjóðist aftur (eða samskonar fyrir samskonar verð) eru ENGAr. Með aðeins rúmlega 200 íbúðir í boði og yfir 1200 manns á biðlista, þá tel ég að það séu nokkuð nákvæmar tölfræðiupplýsingar. Allavegana, ég verð til viðtals milli 4. og 8. nóv. Tímapantanir fara fram á tölvupósti, sms eða bara hringja í gemsann minn :)

On the road again... yet another long trip ahead! Because of the visa-issue I will have to pop home for a whole of 4 days... wo. Insane. I don't know if I can handle all that time ;) I would have liked to stay longer but the price difference was so huge, we just couldn't. Icelandair sucks ass. But I guess they are the only transport available so I guess I'll just have to "bite the sour one". We decided to try and hurry the whole process as much as we can from our side, so that I can go back to CA soon after the x-mas holidays. It's rather pointless to be paying 900 dollars rent per month if there is no need for it! Abdul can stay alone with his parents, but because of waiting lists and school policy we have to accept this apartment offer now. Odds are that we will get a second offer (or a similar one for a similar price) are NONE. With only a bit over 200 apartments, and about 1200 people on their waitinglists, I believe statistically the odds are less than none. Anyways, I shall be available for socializing between the 4th and 8th of Nov. Appointments can be made via email, text message, or just call my mobile :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home