fimmtudagur, október 28, 2004

Út um grænar grundir // Over pastures green

Þar sem búið er að rigna töluvert undanfarna viku eða svo, er gróðurinn að hugsa sér gott til glóðarinnar. Litlir grænir sprotar eru ad kíkja upp úr jörðinni út um allt. Græn slikja er að skríða yfir Appelsínusýslu. Ég kann ljómandi vel við þetta, allan þennan gróanda.

Zulu (bróðir Abdul) bauð mér á uppistand eitt kvöldið. Nokkrir vinir hans voru að fara og ég fékk að slást með í hópinn. Abdul komst ekki, hann var að læra, greyið. Það var ljómandi gaman, bæði góður hópur og gott uppistand, í heildina litið. Mér finnst uppistand vera ein besta leið til að eyða kvöldstund í vinahóp, ótrúlega kósí að sitja í litlum kómedíuklúbbi og hlusta á brandara :) Allavegana, eftir uppistandið, fórum við á veitingastað og fengum okkur að borða. Þvílíkar stærðir á skömmtum!! Staðurinn heitir Champs, og er greinilega bara fyrir stóra og feita maga! Ég fékk mér bjór að drekka, og þegar ég pantaði drykkinn, þá óskaði þjónustustúlkan eftir því að fá að sjá skilríkin mín!!!!!!!!!!! Drykkjualdurinn er 21 árs... ÉG VAR BEÐIN UM SKILRÍKI!! Fyrsta skipti í égveitekkihvað mörg ár! WUAHHAHHAAHAAHHAHAHA :D Ég var ekki klædd eins og einhver táningsslumma... en greinilega nógu ungleg! Úje!

Mamma er veik í gallinu, fór áðan á spítala. Er líklegast að fara í uppskurð. :( En verður vonandi í lagi, einfaldur uppskurður.

Since it has been raining somewhat over the last week or so, the vegetation is getting ready. Little green sprouts are sticking their heads up through the soil all over the place. A green tinge is covering Orange County. I really like this, all this newgrowth.

Zulu (Abdul's brother) invited me to a standup the other night. A few of his friends were going and I got to tag along. Abdul couldn't make it as he was studying, poor sod. It was great, the crowd was good and the standup was good, overall. I think going to a standup with good friends is a great way to spend an evening, it's very cozy to sit in a small comedy club and listen to silly jokes :) Anyways, after the standup we went for a meal. What sizes!!! The place is called Champs, be warned! It's obviously for big and fat bellies! I asked for a beer to drink and when I asked for it, the hostess asked for my ID!!!!!!!! Legal drinking age is 21... I WAS ASKED FOR AN ID!! It's the first time in jenesaisquoi how long!! WUAHAHAHAHAHAHHA :D I wasn't wearing anything particularly teenagedirtbagish... I think. But I obviously look young enough! Oh yeah!

Mum is sick in her gall, she went to the hospital earlier on. Most likely going for surgery :( But it will hopefully be ok, it's a simple procedure.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

SNILLD að vera spurður um skilríki, ég keypti mér stóran bjór á bar fyrir svona 3-4 vikum, og ég var ekkert spurður sko, ahahah :p

7:13 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home