laugardagur, júlí 16, 2005

Something fishy...

Jæja, önnur vikan hjá Össur búin og laugardagur að laugarkveldi kominn. Ég er ekki búin að vera löt við bloggið, hef bara ekki tíma; ég er enn í heavy-duty þjálfun og hef ekki haft neinn tíma aflögu fyrr en núna. Ég er búin að vera voða dugleg að læra í dag um 'liners' og 'adapters' og 'sockets' og allt sem að þeim snýr. Mjög spennó. Á morgun þarf ég að læra allt um hnén og þá vandast málin! Mekanisminn á bakvið þessi merkilegu hné þeirra er bara soldið flókinn, en maður þarf víst að vita svör við öllu þegar maður er þjónustufulltrúi! Það er því engin miskunn hjá Jónasi... eða var það hjá Pétri?!

Það virðist sem svo að ég muni vera þjálfuð, til viðbótar við 'venjulegt' starfssvið mitt, að höndla alþjóðlega markaðinn, sem er náttúrulega bara frábært og gefur starfinu aukinn fjölbreytileika og möguleika. Ég er bara voða vel stemmd fyrir þetta allt saman. Svo eru líka allir svo almennilegir sem vinna þarna. En það verður fínt að fá helgarnar aftur, þar sem Abdul og ég erum að eyða afskaplega litlum tíma saman nú orðið, alltaf í vinnunni, og ég að læra um helgar! Við gefum okkur engan tíma í að taka til heima hjá okkur, það er allt útum allt. Ryksugan hefur ekki verið sett í gang síðan 5. júlí!!! OJ! Hrikalegt...

Anyways, það er fínt að vera byrjuð að vinna.

Það varð dauðsfall (já, annað!) í fiskabúrinu okkar. Merkilegt hvað það er erfitt að halda lífi í þessum kvikindum. Og við erum í því að bæta filtruðu vatni á þá, erum með loftstein, með hreinsidælu, með hitaelement, bætum endalaust einhverju efni í sem á að eyða klór, ammóníaki og niturefnum... svo er eitthvað anað efni sem við setjum í til að gera hreistrið á fiskunum sleipt og gott... og allt er þetta sem ég hef bæði lesið mig til um og okkur var ráðlagt að gera í fiskabúðinni! Dísús kræst! Og á þessum 1 og hálfa mánuði sem við höfum átt fiskana hafa þeir fengið 2 mismunandi veiki! Eitt var bakteríutengt, annað var ytra meindýr. Mig grunar (eftir að hafa lesið mig meira til) að frostþurrkuðu blóðormarnir eigi sökina. Mrrrd. Abdul fór einn í dýrabúðina í dag og kom tilbaka með nokkra fiska í staðinn fyrir þessa sem eru dánir. Hann kom með 2 Harlequin Rasboras (núna eigum við 4), 2 Zebrafiska, 1 einhvers konar Catfish sem er botnæta og eina litla sæta Ghost shrimp, sem spriklar ótrúlega sæl um búrið. Rækjan heitir Jaques (eins og rækjan í Finding Nemo), og Ghost Catfish-inn sem við höfum átt í dáldinn tíma var líka skírður í dag, heitir Casper. Hinir fiskarnir eru dáldið erfiðir að greina í sundur... svo hafa afföllin verið það mikil að það borgar sig greinilega ekki að skíra einn né neinn!!! En ég á eftir að finna nafn á 'ryksugunni'... einhverjar uppástungur, lesendur góðir??

Jæja, best að fara að halla sér. Þarf að vakna snemma í fyrramálið. Maðurinn minn var að hóta að draga mig í göngu eldsnemma. Evil man.

Bless í bili.

2 Comments:

Blogger Svava said...

Ryksugan sem ég átti í gamla fiskabúrinu mínu á menntóárunum hét auðvitað Nilfisk. Mæli með því nafni :-)

11:47 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

ég mæli með Noo-noo the friendly vacuum cleaner sem stubbarnir eiga ;)

Bestu kveðjur
Magnea

4:10 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home