Ooooh, ég gerði eitt sem ég geri sjaldan: Ég féll fyrir sölupitchi hjá sölumanni! 45 dollarar fyrir 4 heimsóknir á hárgreiðslu- og snyrtistofu, með klippingu og facial og bak-treatment og afslættir af snyrtivörum og alles... ég er búin að fara 4 sinnum, fá mitt fyrsta facial, fékk að svissa út fríu lituninni yfir í klippingu af því ég er ólétt og vildi ekki nýta mér litunina, og fór áðan í það sem jafngildir facial nema bara fyrir bakið. Ohhh. Æði. Mmmmm... mig langar til að gera þetta í hverri viku! Fín klippidama og fín snyrtidama. Mjög sátt við þetta allt saman. Og hún gaf mér prufur af vörunum sem hún selur, Bioelements, og það eru frábærar vörur, allt saman náttúruleg efni og ekkert af endalausum vibba. Verrí gúdd.
Haukur bró er að koma á morgun! Woohoo! :D Hellingur að gerast þessa dagana, Haukur að koma, afmæli hjá vini okkar á föstudeginum, við ætlum að skreppa á laugardaginn uppí Sequoia þjóðgarðinn í eina nótt, svo bara party on með Hauki! Ég gat bara tekið mér frí einn dag á meðan hann er hér, á föstudeginum áður en hann fer.
En jæja, hætt að röfla, ætla að fara að knúsa grísi.