fimmtudagur, október 27, 2005

Unaður

Ooooh, ég gerði eitt sem ég geri sjaldan: Ég féll fyrir sölupitchi hjá sölumanni! 45 dollarar fyrir 4 heimsóknir á hárgreiðslu- og snyrtistofu, með klippingu og facial og bak-treatment og afslættir af snyrtivörum og alles... ég er búin að fara 4 sinnum, fá mitt fyrsta facial, fékk að svissa út fríu lituninni yfir í klippingu af því ég er ólétt og vildi ekki nýta mér litunina, og fór áðan í það sem jafngildir facial nema bara fyrir bakið. Ohhh. Æði. Mmmmm... mig langar til að gera þetta í hverri viku! Fín klippidama og fín snyrtidama. Mjög sátt við þetta allt saman. Og hún gaf mér prufur af vörunum sem hún selur, Bioelements, og það eru frábærar vörur, allt saman náttúruleg efni og ekkert af endalausum vibba. Verrí gúdd.

Haukur bró er að koma á morgun! Woohoo! :D Hellingur að gerast þessa dagana, Haukur að koma, afmæli hjá vini okkar á föstudeginum, við ætlum að skreppa á laugardaginn uppí Sequoia þjóðgarðinn í eina nótt, svo bara party on með Hauki! Ég gat bara tekið mér frí einn dag á meðan hann er hér, á föstudeginum áður en hann fer.

En jæja, hætt að röfla, ætla að fara að knúsa grísi.

þriðjudagur, október 18, 2005

Rigning

Já það rignir enn...

Mig langaði í steik þannig að ég keypti kjöt. Jumm jumm. Nú vantar bara bernaise sósuna hennar múttu!

Grísinn minn loðni er að rústa búrinu sínu... hendir húsinu sínu útum allt, fíflið það arna.

Já það er s.s. ekki mikið um að vera. Allt bara fínt.

Hey og Haukur laukur er kannski að koma að heimsækja mig! Ví!

sunnudagur, október 16, 2005

Nýjar myndir!

Var að skella in nokkrum myndum frá því foreldrarnir voru hérna í heimsókn hjá mér, var með gömlu filmuvélina mína þannig að gæðin eru ekki eins og í stafrænu vélinni.

Ralf Lauren í íslenskum lopa og stjórnun rigningar

Skrapp í Macy's í gær til að leita mér að haldara... rölti aðeins um 'fatadeildina' til að skoða... ekki á leiðinni að kaupa mér neitt, sko! Labbaði inn í Ralph Lauren deildina og þar blasti við mér falleg peysa... ég stóðst ekki mátið og skoðaði hana nánar... hún var úr æðislegri mohair-ullarblöndu, svört... og með... íslenskum lopapeysubekk! Alveg fannst mér þetta magnað! Þessi týpíski íslenski bekkur, með mynstrinu sem endar með smá svona lykkjum neðst á bekknum og svo fyrir neðan hverja lykkju er lítill jafnarma kross... ég átti svona peysu held ég! Og eiginlega bara öll þjóðin meira og minna! Mér fannst þetta æðislegt, Ralph Lauren bara kominn í gamla góða lopann! Nema lopinn var úr mohair...
Ætli hann hafi farið í réttir til að fá inspirasjón??!

Og svo átti dáldið annað magnað sér stað í gær... Abdul og ég vorum að keyra til foreldra hans í fallegu, sólríku og hlýju veðri... og ég segi við hann þegar við keyrum fram hjá gulum og skorpnum hæðum: "Oh ég get varla beðið eftir að það byrji að rigna, svo maður fái smá ferskt loft og gróðurinn fari að taka við sér og allt verður grænt." Abdul gaf mér bara evil look. Hann er ekki aðdáandi rigningar. Og viti menn... síðar um daginn byrjar bara að rigna!!! Ég dró þá rökréttu ályktun að ég stjórni rigningunni... þ.e. hvenær byrji að rigna, því það hefur gengið illa hjá mér að fá hana til að hætta! Þetta er allt saman mjög skrítið þar sem lagið er satt: "It never rains in California". En ég er fegin því þetta þýðir að ég þarf ekki að hafa áhyggjur af því að fara að vökva!

Jæja, er að fara að leika við litlu grísina mína.

fimmtudagur, október 06, 2005

Jaeja ja!

Loksins buin ad gera thad sem jeg er buin ad vera ad plana i 2-3 vikur, thannig ad nu er fargi af mjer ljett. Woohoo!

Leidinlegt thegar verkefni sitja a hakanum. Og af hverju heitir thad 'haki'? Geymir einhver eitthvad einhvern timann a haka? Er thad ekki daldid haettulegt??

Anywho, verd ad haetta thessari vitleysu a tolvunni hans Suliman!