fimmtudagur, nóvember 02, 2006
if you are still checking this blog, maybe you haven't heard yet: the family blog is at www.rastagar.net or at www.bjorgandabdul.blogspot.com
sunnudagur, mars 19, 2006
Cesaria Evora
Ó je! Hann Abdul er alveg magnaður stundum... Við fórum í gærkvöldi til frænda hans, það var verið að halda uppá Afganska nýárið, sem er yfirleitt í kringum 20. mars. Hrúga af fólki mætti... Við vorum bara búin að vera þarna í ca. 20 mínútur þegar Abdul byrjar að segja við mig: "Við skulum bara drífa okkur héðan, ég þekki ekkert af þessu fólki og mig langar að eyða smá tíma með þér áður en ég fer í burtu í viku". Ég maldaði í móinn því ég hafði ekkert borðað síðan fyrr um daginn og var að reyna að eyða mesta hungrinu með forréttum. Við hinkruðum í ca. 10 mín í viðbót þar til Abdul hér um bil dró mig út, sagði eitthvað við frænda sinn og foreldra og svo brunuðum við af stað, ég kvartandi allan tímann auðvitað, yfir hvað lægi eiginlega á... ég þekkti ekkert af þessu fólki heldur og fannst alls ekki slæmt að fara til að eyða smá tíma með manninum mínum, þar sem við höfum ekki gert neitt af því undanfarið... hann að læra og vinna full-time og pakka ofan á það. Þannig að kvartið var nú mest málamyndakvart, og að ég fékk ekki nóg að borða. Muy importante! Svo keyrðum við framhjá exitinu okkar á hraðbrautinni... og næsta... og næsta... og loksins beygðum við af en komin langt í burtu frá íbúðinni og uppáhalds ísbúðinni okkar, líka! Ég var bara ekki að fatta neitt... Lögðum í einhverju ómerktu bílastæðahúsi og upp hófst þramm. Við þrömmuðum þvert yfir allskonar bílastæði og 'plazas'... þar til við staðnæmdumst fyrir framan Orange County Performance Theater. OK, þá fattaði ég að við vorum að fara þangað... en að sjá hvað?! Það eina sem var listað á plagötunum þetta kvöldið var Dr. Doolittle, the musical... með Tommy Voice í aðalhlutverki. Ég hafði takmarkaðann áhuga á því, en hélt að Abdul héldi að ég vildi sjá það... ég hef mun meiri áhuga á barnamyndum og svoleiðis heldur en hann og hélt hann ætlaði að vera svona rosalega proactive og bara fara með mér að sjá Dagfinn Dýralækni! Hann spilaði með og sagði voða vonsvikinn 'Viltu ekki sjá þetta??!?' og ég vildi náttúrulega ekki vera vond og sagði 'jú auðvitað... en ég hélt þú hefðir engan áhuga...' Svo var komið að okkur í röðinni og þá eygði ég handskrifuð skilaboð bak við strákinn í miðasölunni, eitthvað um Cesaria Evora. HAHAH! EUREKA! Við erum að fara að sjá Cesaria!!! Húrra! Ég varð ekkert smá glöð! Og berfætta dívan stóð sig betur en ég hefði nokkurn tímann geta ímyndað mér... þvílík rödd!! Og hljómsveitin sem hún var með sér var æði, ótrúlega hæfileikaríkt lið! Ég hafði minnst á það við Abdul hvað mig langi til að sjá hana þegar verið var að auglýsa one-time-only tónleikana í útvarpinu... en ég bjóst alls ekki við því að fá tækifæri til að fara! Þetta var svo frábært... Takk Abdul!! Ég elska þig!! :) Sjáumst eftir viku, krúttið mitt!
sunnudagur, febrúar 26, 2006
The half-ton man
Er að horfa á viðbjóðslegan þátt á Discovery Health Channel. Einn hrikalegur maður, sem var orðinn um 1000 pund, þið munið kannski eftir honum þegar slökkviliðið varð að saga vegg úr húsinu hans til að ná honum útúr húsinu, því hann átti í hjartavandræðum og þurfti að fara á spítala. Svo þurfti einhvern sérstyrktan vörubíl til að flytja hann á spítala. Anyways, hann fór s.s. í magaheftingu og var á spítala í 6 mánuði. Hann missti slatta af kílóum. Svo var hann sendur heim með MJÖG strangar leiðbeiningar um hvað hann má borða/verður að borða til að halda heilsu og halda áfram að léttast. Ok þetta er það sem ég er ekki að fatta. Gæjinn heldur áfram að borða rusl... djúpsteiktan kjúlla, hrásalat, snakk... og í viðtalinu segir hann, þegar hann liggur í öllum sínum 500 pundum: "Og nú er ég að borða próteinið mitt, ostasnakk! Og svo er ég hættur að borða mat sem er high in fat and high in sodium". HANN VAR AÐ RENNA NIÐUR KENTUCKY FRIED KJÚLLA OG ER MEÐ POKA AF LAYS SNAKKI VIÐ HLIÐINA Á SÉR!!!! Er fólk fífl???!!! Og svo heldur hann því fram að hann borði bara eins og venjuleg manneskja og borði ekkert meira en aðrir!!! GAAAA! Og þó, ef þú miðar við að 'venjuleg' manneskja í sumum ríkjum hér í USA eru ca. 300 pund... það þarf náttúrulega helling af ostasnakki og Lays snakki til að viðhalda svoleiðis þyngd!
Við höfum fengið kvartanir til Össurar að sumir fæturnir okkar hafi 'bara' max þyngdarlevel 220 pund... ég held þessi þjóð sé að stefna í voða og viðbjóð.
Eat to live, don't live to eat.
Við höfum fengið kvartanir til Össurar að sumir fæturnir okkar hafi 'bara' max þyngdarlevel 220 pund... ég held þessi þjóð sé að stefna í voða og viðbjóð.
Eat to live, don't live to eat.
miðvikudagur, febrúar 22, 2006
mánudagur, febrúar 06, 2006
Burn motherf"#$&er, burn
Myndavélahörgull er mikill á heimilinu, bróðir Abdul er tiltölulega nýbúinn að selja sína stafrænu myndavél þannig að nú eru eingöngu til filmuvélar á báðum heimilum. Við erum búin að finna nýja stafræna vél, þurfum bara að bíða eftir að það verði rými á kreditkortinu okkar til að borga fyrir hana, ekki hægt að borga með debet online :( Þannig að í næstu viku verður vonandi búið að græja myndavél og bumbumyndir geta hafist aftur! Mér finnst þetta sökka ferlega, því það vantar alveg að skrá þessa merkilegu bumbu á spjöld sögunnar í myndrænu formi í alveg heilan mánuð!
Svo er allt að brenna hérna... reyndar ekkert nálægt okkur, en í næsta nágrenni þó. Það nálægt að við finnum lyktina og sjáum rauðan himininn þar sem eldtungurnar stíga upp. Við vorum að keyra í gegnum þetta svæði í gærkvöldi á leiðinni heim úr eyðimörkinni... heppin að þetta var ekki byrjað þá! Þá værum við enn föst þarna :(
Vonandi fáum við myndavél bráðum, þið verðið bara að ímynda ykkur hvernig ég lít út þangað til! :)
Svo er allt að brenna hérna... reyndar ekkert nálægt okkur, en í næsta nágrenni þó. Það nálægt að við finnum lyktina og sjáum rauðan himininn þar sem eldtungurnar stíga upp. Við vorum að keyra í gegnum þetta svæði í gærkvöldi á leiðinni heim úr eyðimörkinni... heppin að þetta var ekki byrjað þá! Þá værum við enn föst þarna :(
Vonandi fáum við myndavél bráðum, þið verðið bara að ímynda ykkur hvernig ég lít út þangað til! :)
mánudagur, janúar 30, 2006
miðvikudagur, janúar 25, 2006
LA Clippers vs. Dallas Mavericks
Var að henda nýjum myndum inn, sjá link til hægri. Er að vinna í að senda inn myndir frá Orlando-jólunum...
Smá backtracking... í síðustu viku var National Sales Meeting haldinn hér í Kali og allir Össurar-sölumennirnir alls staðar að frá USA mættu á staðinn, fengu þjálfun, fundað, farið yfir stöðu mála osfrv. Svo var voða fínn dinner á fimmtudagskvöldið sem okkur þjónustufulltrúunum var boðið á. Við tókum rútu saman á voða fínt hótel rétt hjá Santa Monica Pier, geggjað útsýni. Svo var smá sjóv, nokkrir Rheo-hnénotendur komu fram og sögðu nokkur falleg orð um Rheo-hnéð og Össur... og svo voru auðvitað nokkrir celebrities á staðnum, Arnold var kynnir, svo mætti Steve Tyler og söng 'Walk This Way' (sem er svipað og einkennisorð Rheo, 'Walk your Way')... svo voru Pam Anderson og Paris Hilton þarna á vappi og svo datt Tom Cruise inn í smá myndatöku. Þetta voru auðvitað allt saman look-alikes... og ansi góð sem slík! Nema Pam og Paris, þær voru bara alltof mjóar lufsur með hvítar hárkollur og í alltof litlum kjólum. Vottar á biturð hjá mér?! 'Tom Cruise' var múrari frá Birmingham sem kom til LA til að 'meikaða', endaði svo á að eyða 8 árum af ævi sinni í drykkju og bjó á götunni með rónunum. Svo þegar Tom Cruise varð frægur fóru fleiri og fleiri að segja honum hvað hann væri líkur honum, þannig að hann bara pulled himself together, hætti að drekka, fór í leiklistarnám og kom sér á samning hjá stofu sem sér um lookalike-fólk. Og er svona líka ljómandi líkur Tom! Ef eitthvað, þá er hann myndarlegri!
Svo á föstudeginum bauð Össur öllum sölumönnunum og okkur þjónustufulltrúunum á körfuboltaleik í Staples Center-inum. Fyrsti professional leikurinn sem ég fer á, woohoo! Og það besta var að við vorum með 2 executive svítur á frábærum stað, hrúgu af góðum mat og drykk og nóg pláss. Nú mun ég aldrei fara í plebbasæti... Og það var bara rosa gaman á leiknum, þótt Clippers eru hrikalega lélegt lið. Svo voru auðvitað klappstýrurnar þarna, Clippers Spirit. Og ég fattaði að það er s.s. hægt að hafa professional career sem klappstýra! Ég hélt alltaf að þetta væru einhver aukastörf... en neinei... bara career! Hahah :D Magnað!
Jæja, nóg í bili.
Smá backtracking... í síðustu viku var National Sales Meeting haldinn hér í Kali og allir Össurar-sölumennirnir alls staðar að frá USA mættu á staðinn, fengu þjálfun, fundað, farið yfir stöðu mála osfrv. Svo var voða fínn dinner á fimmtudagskvöldið sem okkur þjónustufulltrúunum var boðið á. Við tókum rútu saman á voða fínt hótel rétt hjá Santa Monica Pier, geggjað útsýni. Svo var smá sjóv, nokkrir Rheo-hnénotendur komu fram og sögðu nokkur falleg orð um Rheo-hnéð og Össur... og svo voru auðvitað nokkrir celebrities á staðnum, Arnold var kynnir, svo mætti Steve Tyler og söng 'Walk This Way' (sem er svipað og einkennisorð Rheo, 'Walk your Way')... svo voru Pam Anderson og Paris Hilton þarna á vappi og svo datt Tom Cruise inn í smá myndatöku. Þetta voru auðvitað allt saman look-alikes... og ansi góð sem slík! Nema Pam og Paris, þær voru bara alltof mjóar lufsur með hvítar hárkollur og í alltof litlum kjólum. Vottar á biturð hjá mér?! 'Tom Cruise' var múrari frá Birmingham sem kom til LA til að 'meikaða', endaði svo á að eyða 8 árum af ævi sinni í drykkju og bjó á götunni með rónunum. Svo þegar Tom Cruise varð frægur fóru fleiri og fleiri að segja honum hvað hann væri líkur honum, þannig að hann bara pulled himself together, hætti að drekka, fór í leiklistarnám og kom sér á samning hjá stofu sem sér um lookalike-fólk. Og er svona líka ljómandi líkur Tom! Ef eitthvað, þá er hann myndarlegri!
Svo á föstudeginum bauð Össur öllum sölumönnunum og okkur þjónustufulltrúunum á körfuboltaleik í Staples Center-inum. Fyrsti professional leikurinn sem ég fer á, woohoo! Og það besta var að við vorum með 2 executive svítur á frábærum stað, hrúgu af góðum mat og drykk og nóg pláss. Nú mun ég aldrei fara í plebbasæti... Og það var bara rosa gaman á leiknum, þótt Clippers eru hrikalega lélegt lið. Svo voru auðvitað klappstýrurnar þarna, Clippers Spirit. Og ég fattaði að það er s.s. hægt að hafa professional career sem klappstýra! Ég hélt alltaf að þetta væru einhver aukastörf... en neinei... bara career! Hahah :D Magnað!
Jæja, nóg í bili.
sunnudagur, janúar 22, 2006
Nú er mér allri lokið...
Aldrei hefði ég trúað því hvað kerfið hérna er ógeðslega fáránlegt og langt á eftir meirihlutanum af hinum siðmenntaða heimi!! Ég er búin að vera að skoða hvaða valmöguleikar eru í boði fyrir mig svo ég geti nú tekið smá tíma frá vinnu eftir fæðinguna til að jafna mig líkamlega og tengjast nýja fjölskyldumeðlimnum. Og það er nú ekki um mikið að velja! Flest virðist byggjast upp á því að maður verður að hafa unnið hjá vinnuveitandanum í 12 mánuði áður en svona 'benefits' eru á boðstólum. Það eru til mismunandi lög og reglugerðir í Californiu sem eiga að vernda mann gegn því að maður missi vinnuna til að jafna sig eftir barnsburð/veikindi osfrv. En aðal reglugerðin, sem ég taldi að væru on my side, útiloka mig því ég hef ekki verið hjá fyrirtækinu í 12 mánuði. Og fyrirtækið býður mér ekki heldur uppá neitt því ég er ekki búin að vera hjá þeim í 12 mánuði. Það lítur út fyrir að ég hafi aðgang að State Disability Insurance sem gefur manni 55-60% af tekjum manns í 6 vikur (en engin vinnuvernd, þ.e. fyrirtækið þarf ekki að halda starfinu mínu opnu) og svo í kjölfar þess, Paid Family Leave, en það byggist allt uppá að ég fái 'leyfi' hjá fyrirtækinu að fara í burtu í einhverjar vikur. Ég á afar fáa veikindadaga inni og álíka fáa frídaga, sem ég mun vonandi fá að nota í biðtímanum, áður en ég fæ greiddar bæturnar frá fylkinu, en mér skilst að fyrirtækið geti sagt nei, og 'látið' mig taka þessa veikinda- og frídaga inní fríinu sem fylkið gefur mér rétt á, sem þýðir að fylkið greiðir mér ekki bætur þá daga sem ég er koveruð af veikinda-/frídögum frá fyrirtækinu, en það étur samt upp bæði fyrirtækisfrí/veikindadagana OG fylkisleyfisdagana. Meikar þetta sens? Eina ástæðan fyrir að ég hef allavegana smá séns á að fá aðstoð frá fylkinu er útaf því að California er með sterkustu og bestu lögin þegar kemur að óléttum konum/nýbökuðum mæðrum, bæði varðandi orlof til að bonda og líka varðandi að skaffa viðunandi aðstöðu svo ég geti mjólkað mig eftir að ég byrja að vinna aftur. Aðeins 3 fylki í öllum USA hafa remotely einhverja svona alvöru vernd sem hægt er að kalla fjölskylduvæna og mannúðlega. Ef ég væri búsett í einhverju af öðrum fylkjunum, væri ég illa sett. Ég ætla að reyna að hitta HR managerinn í vikunni og sjá hvað hún segir. En þetta lítur ekkert rosalega vel út. :( Nú skil ég af hverju konur hér þurfa að velja að vera annað hvort career konur eða 'mömmur'. Það er eingöngu á færi þeirra ríku og hæstsettu að leyfa sér að eignast fjölskyldu og vera líka með starfsframa.
Svo þarf ég að fara að mæta í 'monitoring' 2x í viku frá og með 34. viku meðgöngu, og það er spurning hvernig og hvort ég geti hagað vinnudeginum í kringum það. Tekur 30-40 mín fyrir mig að keyra frá vinnunni á spítalann, monitoring í 20 mín, þannig að það er alveg slatta tími sem fer í þetta. Því miður er læknastofan ekki opin lengur en til 5 og síðasta appointmentið er venjulega um 3:30 eða 4 á daginn, þannig að ég mun alltaf vera að missa úr vinnu, hvernig sem á það er litið, en það er ekki vinsælt að 'missa' bara tímana, ég þarf að vinna þá upp einhvern veginn.... ég veit hreinlega ekki hvernig er hægt að vinna úr þessu án þess að styggja yfirmennina... og ég legg áherslu á 'menn'. Það er búið að vera svo mikið rugl í gangi undanfarna ca. 2 mánuði varðandi starfsmannastefnu/skoðun yfirmannanna að ég bara hreinlega held að þeir fatti ekki að við starfsfólkið erum mannverur og eigum skilið að það sé komið fram við okkur með virðingu, ekki eins og við séum einhverjir apar á færibandi sem eigum ekkert skilið og eigum bara að vera þakklát fyrir að vera til. 'Ó þakka þér kærlega fyrir að leyfa mér að fá þau forréttindi að vinna mér inn veikindadaga og frídaga... en ó... eru það s.s. forréttindi svo að fá aðgang að þessum tímum sem ég er búin að vinna mér inn?? Ekki s.s. sjálfgefið að ég fái fríið sem ég vann mér inn?? Þakka þér fyrir að benda mér á það, herra!!'
ARGGGH!!! Ég er ekki að fíla þetta og er í vondu skapi... can you tell????!!
OK nóg um þetta. Er komin með ógeð.
Svo þarf ég að fara að mæta í 'monitoring' 2x í viku frá og með 34. viku meðgöngu, og það er spurning hvernig og hvort ég geti hagað vinnudeginum í kringum það. Tekur 30-40 mín fyrir mig að keyra frá vinnunni á spítalann, monitoring í 20 mín, þannig að það er alveg slatta tími sem fer í þetta. Því miður er læknastofan ekki opin lengur en til 5 og síðasta appointmentið er venjulega um 3:30 eða 4 á daginn, þannig að ég mun alltaf vera að missa úr vinnu, hvernig sem á það er litið, en það er ekki vinsælt að 'missa' bara tímana, ég þarf að vinna þá upp einhvern veginn.... ég veit hreinlega ekki hvernig er hægt að vinna úr þessu án þess að styggja yfirmennina... og ég legg áherslu á 'menn'. Það er búið að vera svo mikið rugl í gangi undanfarna ca. 2 mánuði varðandi starfsmannastefnu/skoðun yfirmannanna að ég bara hreinlega held að þeir fatti ekki að við starfsfólkið erum mannverur og eigum skilið að það sé komið fram við okkur með virðingu, ekki eins og við séum einhverjir apar á færibandi sem eigum ekkert skilið og eigum bara að vera þakklát fyrir að vera til. 'Ó þakka þér kærlega fyrir að leyfa mér að fá þau forréttindi að vinna mér inn veikindadaga og frídaga... en ó... eru það s.s. forréttindi svo að fá aðgang að þessum tímum sem ég er búin að vinna mér inn?? Ekki s.s. sjálfgefið að ég fái fríið sem ég vann mér inn?? Þakka þér fyrir að benda mér á það, herra!!'
ARGGGH!!! Ég er ekki að fíla þetta og er í vondu skapi... can you tell????!!
OK nóg um þetta. Er komin með ógeð.
þriðjudagur, janúar 17, 2006
Vermont og ömurleg þjónusta hjá American Airlines
Vermont var æði.
American Airlines stálu résefts-skyldu vítamínunum mínum, myndavélinni okkar og skemmdu Ipod-vögguna okkar. Svo ekki sé minnst á rennilásinn á ferðatöskunni okkar. Great. Ekki miklar líkur á að fá neitt þetta endurheimt.
Svo er öryggi farið í bílnum okkar þannig að það er ekki hægt að nota bílahleðslutækið, síminn minn er að bila, bíllinn þarf viðgerð svo hann komist í gegnum skoðun og og og... :(
Er í fýlu, skrifa meira seinna.
American Airlines stálu résefts-skyldu vítamínunum mínum, myndavélinni okkar og skemmdu Ipod-vögguna okkar. Svo ekki sé minnst á rennilásinn á ferðatöskunni okkar. Great. Ekki miklar líkur á að fá neitt þetta endurheimt.
Svo er öryggi farið í bílnum okkar þannig að það er ekki hægt að nota bílahleðslutækið, síminn minn er að bila, bíllinn þarf viðgerð svo hann komist í gegnum skoðun og og og... :(
Er í fýlu, skrifa meira seinna.
föstudagur, janúar 06, 2006
Þetta náttúrulega gengur ekki...
Nú verð ég að koma með bumbumyndir! Og einhverjar frá Flórída líka... það er bara einhvern veginn þannig að þegar maður er ekki með net heima hjá sér þá bara verður ekkert úr svona plönum. Við erum s.s. að gista heima hjá foreldrum Abdul á meðan þau eru í Mekka. Og nei, þau voru ekki á gistiheimilinu sem hrundi. Suliman er í Afghanistan, en líkurnar á að hann hafi verið á hótelinu sem var sprengt í litla þorpinu uppi í fjöllum eru hverfandi. Þannig að við höfum ekki miklar áhyggjur af þeim.
Jæja, vonandi verður helgin góð hjá öllum!
Bjögga og bumbi
Jæja, vonandi verður helgin góð hjá öllum!
Bjögga og bumbi