Uppfærsla
Já viðtalið... við vorum þarna í ca. klukkutíma, með biðtíma, sem er bara það stysta sem ég hef nokkurntímann verið þarna! Það var ungur maður sem tók viðtal við okkur... sem betur fer var það hann en ekki herfan sem kom geltandi útúr skrifstofunni á undan honum. Ég fékk alveg 'sjitt!!' í magann þegar hún kom labbandi út en svo bara var þetta voða næs og voða sætur strákur. Hann spurði okkur hve við værum búin að vera lengi saman, þekkjast lengi, hvernig við kynntumst, hvort við ætluðum að eiga börn, blablabla... og svo bað hann mig að koma fram, tók fingraför af mér og bað mig um undirskrift... og svo fórum við aftur inn í viðtalsherbergið, við settumst niður og svo sagði hann bara 'Congratulations!'. Hann fékk að halda myndum af okkur og ekkert meira! Þetta var bara ótrúlega einfalt og bara lítið mál! Það liggur við að maður trúi því ekki að eitthvað sem er búið að vera svona mikið vesen skuli bara vera búið í bili!
Og jey, ný sería af House er byrjuð! :)
Hey, kíkiði á www.bjogga.shutterfly.com, þar verða allar myndirnar mínar. Ég er þegar búin að taka aðeins til í möppunum sem voru þarna og henda út ruslmyndum...
Og jey, ný sería af House er byrjuð! :)
Hey, kíkiði á www.bjogga.shutterfly.com, þar verða allar myndirnar mínar. Ég er þegar búin að taka aðeins til í möppunum sem voru þarna og henda út ruslmyndum...