þriðjudagur, ágúst 23, 2005

Uppfærsla

Já viðtalið... við vorum þarna í ca. klukkutíma, með biðtíma, sem er bara það stysta sem ég hef nokkurntímann verið þarna! Það var ungur maður sem tók viðtal við okkur... sem betur fer var það hann en ekki herfan sem kom geltandi útúr skrifstofunni á undan honum. Ég fékk alveg 'sjitt!!' í magann þegar hún kom labbandi út en svo bara var þetta voða næs og voða sætur strákur. Hann spurði okkur hve við værum búin að vera lengi saman, þekkjast lengi, hvernig við kynntumst, hvort við ætluðum að eiga börn, blablabla... og svo bað hann mig að koma fram, tók fingraför af mér og bað mig um undirskrift... og svo fórum við aftur inn í viðtalsherbergið, við settumst niður og svo sagði hann bara 'Congratulations!'. Hann fékk að halda myndum af okkur og ekkert meira! Þetta var bara ótrúlega einfalt og bara lítið mál! Það liggur við að maður trúi því ekki að eitthvað sem er búið að vera svona mikið vesen skuli bara vera búið í bili!

Og jey, ný sería af House er byrjuð! :)

Hey, kíkiði á www.bjogga.shutterfly.com, þar verða allar myndirnar mínar. Ég er þegar búin að taka aðeins til í möppunum sem voru þarna og henda út ruslmyndum...

föstudagur, ágúst 19, 2005

ÉG ER ORÐIN TÍMABUNDINN VARANLEGUR ÍBÚI!!

Aldrei datt mér í hug að þetta ætti eftir að gerast svona hratt.... ferlið hófst fyrir rúmlega ári og er lokið núna... næstu 2 árin. Þá tekur annað ferli við, að gera mig varanlegan íbúa. Ég er s.s. núna komin með voða merkilegan stimpil í vegabréfið mitt sem gefur mér leyfi til að vera hérna, ferðast og vinna. Græna kortið kemur í pósti á næstu 6 mánuðum.

Abdul þurfti að fara með mér í viðtalið en þetta var ekkert evil! Ég mun skrifa meira seinna um þetta, vildi bara láta vita!

Þetta er náttúrulega frábært og mikill léttir að þurfa ekki að hafa áhyggjur af þessu næstu 2 árin.

Hip hip húrra fyrir mér! :)

mánudagur, ágúst 15, 2005

Innflytjendaeftirlitsviðtal

Ég er að fara í eitt slíkt á fimmtudagsmorgun. Ég á að taka með mér hina ýmsu hluti í viðtalið, svo sem vegabréf, atvinnuleyfi, maka, myndir og hluti sem sanna sambúð okkar... mér fannst það ferlega fyndið að makinn er listaður með hlutum sem maður þarf að taka með! :) Ég þarf bara að finna hvar á að tappa loftið af Abdul svo ég geti pakkað honum saman og tekið hann með í handtöskunni! Inflat-abdul! :D:D:D:D:D Hrikalega er ég fyndin!

Anyways, Svavkúla greifi benti mér á að hlekkirnir að myndunum nýju og fínu virka ekki. Farið því bara á www.bjogga.shutterfly.com og skoðiði albúmin neðarlega á myndinni. Þau eru nýjust. Ég hef ekki tíma núna til að laga þetta hér.

Jæja, klukkan að verða hálf 11 og ég orðin alltof sybbin.
Góða nótt.

föstudagur, ágúst 12, 2005

Þá er komið að því: Fleiri myndir!!

Ok, ég veit ég hef ekki skrifað neitt, en ég hef líka verið fáránlega mikið ekki heima hjá mér. Er eiginlega bara búin að vera eins og úttuggið hundskinn og er hálf veik núna... er að nota tímann í að sinna Íslandsskyldunum, sem hafa aldeilis fengið að sitja á hakanum.

Það sem ég er búin að gera núna er að skella inn helling af myndum. Ég hef ekki tíma í að fara í gegnum þær allar og laga og henda þeim sem eru ómögulegar, þannig að ég skellti bara öllum myndum þarna inn. Þið eigið eftir að sjá margar sem mættu missa sín. Ég mun vinna í því smátt og smátt að laga albúmin og jafnvel skrifa texta við myndirnar. En það kemur allt með kalda vatninu.

Einnig er ég búin að búa til síðu þar sem ég mun í framtíðinni hlaða allar myndirnar mínar inná í stað þess að hlaða upp einu og einu albúmi í einu. Slóðin er www.bjogga.shutterfly.com Fylgist með henni.

Jæja, kominn svefntími. Vonandi er haustið gott hjá ykkur, það er enn hásumar hér... ekki það að ég hafi fundið einhver rosa árstíðaskipti hérna. En það er reyndar orðið marktækt að sólin er ekki risin jafn hátt núna þegar við förum út á morgnana, eins og fyrir rúmlega mánuði síðan, þegar ég byrjaði hjá Össur. Sem by the way gengur bara ljómandi og mér líkar vel.

Skiljið eftir skilaboð ef þið viljið, krúttin mín!

Ég sakna ykkar allra alveg voðalega mikið og vildi að það væri ekki alveg svona mikill tímamismunur...